Lögmálin sjö

Sunnudagur: Lögmál hreins ásetnings: Sittu hljóð/ur og bara vertu. Hugleiddu í 30 mínútur tvisvar á dag og vertu vitni að vitsmununum bakvið allt sem lifir. Æfðu fordómaleysi.

Mánudagur: Lögmálið gjafanna: Í dag skaltu færa öllum sem þú hittir gjöf: hrós eða blóm. Taktu þakklátur á móti gjöfum og láttu allsnægtirnar vera í flæði með því að gefa og taka á móti umhyggju, ástúð, hrósi og kærleika.

Þriðjudagur: Karmalögmálið: Allar gjörðir eru orkubrunnur sem kemur til okkar í álíka mynd. Veldu gjörðir sem færa hamingju og velgengni til annarra því þá færðu hamingju og velgengni til sjálfs þín.

Miðvikudagur: Lögmál minnsta álags mögulegs: Taktu fólki eins og það er, aðstæðum og atburðum eins og þetta kemur til þín. Vertu ábyrgur fyrir aðstæðum þínum og öllum þeim atburðum sem þú sérð sem vandamál. Dragðu úr þörfinni til þess að verja málstað þinn.

Fimmtudagur: Lögmál ætlunar og þrár: Í öllum ætlunum og þrám er þörfin til að fá þeim fullnægt. Gerðu lista yfir þrár þínar og treystu því að þegar hlutirnir ganga ekki þér í hag að það sé ástæða fyrir því.

Föstudagur: Lögmál bindingar: Gefðu sjálfum þér og öðrum það frelsi sem þeir þurfa til þess að vera það sem er þeir eru. Ekki þrýsta á lausnir, leyfðu þeim að koma átakalaust og af sjálfu sér. Óvissa er kjarni, í lagi og leið þín til frelsis.

Laugardagur: Lögmál Dharma: Leitaðu í þitt æðra sjálf og uppgötvaðu einstæða hæfileika þína. Spurðu sjálfa/n þig hvernig þú best getur þjónað mannkyninu. Ef þú notar einstæða hæfileika þína og þjónar öðrum færir það þér ótakmarkaða hamingju og allsnægtir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s