Beinaðgerð

Spurt: Ég fer í beinaaðgerð í næstu viku. Geturðu gefið hugmynd um styrkingu með remedíum vegna þessa.

Svarað: Daginn fyrir aðgerð skaltu taka: Arnica 30c eina inntöku og ca. 3 klst. síðar tekurðu Phos 30c eina inntöku og endurtekur þetta svo að morgni aðgerðardags en þá má vera ca. klst. á milli Arnica og Phos. Arnica róar kerfið og undirbýr líkamann fyrir inngrip auk margs annars sem lesa má sér til um. Phos styrkir lifur og lungu og styður líkamann í að hreinsa út óæskileg efni í svefn- og deyfilyfjum. – Um leið og aðgerðin er búin skaltu taka Phos ca. 3 kúlur og þú þarft ekki að taka meir af því nema ef eftirmál verða vegna svæfingar- deyfilyfja. Arnicu skaltu hins vegar taka nokkuð þétt helst á 1-2ja tíma fresti mest þó 6 sinnum yfir daginn í þrjá daga eftir aðgerð. Á fjórða degi eftir aðgerð skaltu taka Arnica 2svar yfir daginn og Beinstyrkingu helst þrisvar og hafa 1-2 klst. á milli t.d. Arnica kl. 9 og kl. 15. Beinstyrking kl. 11, 13, 17. (tímasetningu má breyta eftir behag.) Samantekt: Phos: hjálpar lifrinni að losna við eituráhrif deyfingar. Arnica: nauðsynleg í aðgerðum, örvar blóðrásina, fyrirbyggir sýkingu, dregur úr mari. Beinstyrking calcphos/Silica/Symphytum 6x) byggir upp, styrkjandi fyrir beinin og örvar gróanda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s