Önnur góð bók um ráð gegn MYGLU er Fúkki (Mould): Stríðið hið innra eftir Kurt og Lee Ann Billings. Þau þurftu að upplifa á erfiðan hátt hin eyðileggjandi heilsufarsáhrif fúkkans og hversu almennt lítil þekking var á þessu vandamáli meðal lækna. Þau fundu fyrir áhrifum eftir hvirfilbylinn Katrínu sem læknirinn kunni engin ráð við. Síðar uppgötvuðu þau fúkkann heima sem orsakavald og það sem byrjaði sem stífleiki og bruni í brjósti, kláði í augum sem svo þróaðist upp í mjög alvarlega lungnaveiki, vanvirkan skjaldkirtil og nokkur önnur einkenni sem löguðust ekki þrátt fyrir að þau fluttu að heiman. Eftir langa og erfiða heilsubótargöngu skrifuðu þau bókina í þeim tilgangi að fræða almenning um Blandaða fúkkaeitrun. Meðferðaraðilar geta margt lært af þessari bók.
Hómópatía
Hómópatía er heildræn meðferð til þess að koma á jafnvægi milli líkama og sálar einstaklingsins sem á að virkja lækningamátt hans.
Hómópatar gefa remedíur sem eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu og eru það mikið þynntar að ekki er lengur talað um eiginleg efni heldur hvata.
Þegar farið er til hómópata hefst meðferðin á viðtali þar sem fólk segir ítarlega frá líkamlegu, tilfinningalegu og andlegu ástandi sínu. Út frá því finnur hómópatinn réttu remedíuna til þess að koma jafnvægi á manneskjuna.
Hómópatía nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi meðal allra aldurshópa og bæði karla og kvenna.