Mikill metnaður er lagður í að fræða Rayonex meðferðaraðila og netnámskeið haldin reglulega um fræðin. Þetta er þriðja heimsráðstefnan sem haldin verður á netinu þann 25. apríl nk. Að þessu sinni er fókusinn tekinn á nýlegar rannsóknir sem sýna virkni lífsveiflutækninnar á hálsáverka.
Hómópatía
Hómópatía er heildræn meðferð til þess að koma á jafnvægi milli líkama og sálar einstaklingsins sem á að virkja lækningamátt hans.
Hómópatar gefa remedíur sem eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu og eru það mikið þynntar að ekki er lengur talað um eiginleg efni heldur hvata.
Þegar farið er til hómópata hefst meðferðin á viðtali þar sem fólk segir ítarlega frá líkamlegu, tilfinningalegu og andlegu ástandi sínu. Út frá því finnur hómópatinn réttu remedíuna til þess að koma jafnvægi á manneskjuna.
Hómópatía nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi meðal allra aldurshópa og bæði karla og kvenna.