Áfallareynsla

Það er ekki svo langt síðan að almenningur fór að gera sér ljóst að áföll geta fylgt kynslóð fram af kynslóð. Áhrif Helfararinnar hafa verið rannsökuð sem sannar það. Eftirlifendur hafa genatíska aðlögun eða viðbrögð við atburðinum en næsta kynslóð sem ekki upplifði áfallið er nákvæmlega sama genabreyting. Dr. Gerd Hamer rannsakaði tengsl áfallareynslu og sjúkdóma og Meta Medicine, Rayonex og fleiri hafa nýtt sér og fært áfram á nýtt svið heilunar. Árið 1978 varð Dr. Hamer sjálfur fyrir því áfalli að einkasonur hans varð fyrir slysaskoti og þremur mánuðum eftir dauða hans greindist Dr. Hamer með eistnakrabbamein. Þar sem hann hafði verið hraustur allt sitt líf grunaði hann að tenging gæti verið milli hins sára missis hans og myndunar krabbameinsins. Hann hóf að rannsaka þetta með því að tala við fjölmargar konur sem höfðu fengið eggjastokka-krabbamein. Hann uppgötvaði að allar konurnar án undantekninga höfðu upplifað áfall vegna ástvinamissis áður en meinið kom í ljós. Fleiri vísindamenn eins og Dr. Bruce Lipton, Dr. Rupert Sheldrake og Dr. David Hamilton hafa fært okkur næstum fullkominn skilning á líkama-hugar-tengingunni í vísindalegu ljósi. Þeir hafa bent á mikilvægi þess að losa sig við áfallið með einhverjum hætti, svo það festist síður í frumuminninu. Mannfólkinu hættir til að frjósa og festa, bæla inná við; mjög líklega af því það hefur misst tenginguna við náttúruna. Því getum við margt lært af dýrunum og þetta myndband sýnir hvernig ísbjörn bregst við áfalli, hann skelfur og hristist og fer svo í djúpöndun til að losa út áfallið. (JÁ þýddi og staðfærði – EFT MRI námskeið England 2013).

https://www.youtube.com/watch?v=lHVNUDPMeSY

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s