Breytingaskeiðið

Fyrstu einkennin eru óreglulegar blæðingar. Í kjölfarið koma svo hitakóf og nætursviti, þurrkur í leggöngum, ósjálfráð þvaglát, liðverkir, svefntruflanir, pirringur og depurð. Þessu fylgir bæði tilfinningalegt og líkamlegt uppgjör og og miklu skiptir að koma jafnvægi á tilfinningarnar og styrkja líkamann, þ.á m. innkirtlakerfið, til að komast í gegnum breytingarnar. Engar tvær konur eru eins. Lífsveiflumeðferð og hómópatía eru m.a. meðferðir sem hafa gagnast vel gegnum tíðina. Margar remedíur eiga við einkenni kvenna á breytingaskeiðinu en þar sem engar tvær konur upplifa það nákvæmlega eins, eiga sömu remedíurnar ekki við þær allar. Hómópatían lítur svo á að mestar líkur séu á vandamálum þegar líkaminn glímir við eðlilegar breytingar, en skortir kraft til þess að keyra þær áfram. Þetta getur átt jafnt við um bráðasjúkdóma svo sem kvef og flensu og flóknari þætti eins og breytingaskeiðið. Þá þarf að koma til hollt mataræði, jákvæð hugsun, hreyfing og hvíld. Breytingaskeiðið kallar fram ofvirkni í kerfinu svo þá þurfa örvandi drykkir að víkja eins og áfengi, kaffi og kóladrykkir; meðan hreint vatn, jurtaseyði, róandi remedíur og jurtir gagnast vel. Einnig að gefa vökvalosandi og styrkja nýrun sem og lifur því hún tekur til við að vinna hormón þegar eggjastokkarnir þreytast. Don quai er sögð efla þrótt, styrkja legið og jafna hormónaefnaskipti kvenna. Wild Yam inniheldur jurtaprógesteron og sögð losa vökva. Salvía hefur í sér estrogen og sögð gagnast vel í teformi gegn svitakófum. Náttljósarolíufræ eru rík af cis-gamma-lino-lensýru en það er önnur tveggja lífsnauðsynlegra fitusýra fyrir líkamann og leiðréttir hormónaójafnvægi. Styður líkamann í kalkupptöku. Remedían Pulsatilla inniheldur estrógen, Sepia prógesteron og Sarsaparilla testosterón en eins og áður sagði eru engar tvær konur eins og ber að velja remedíur, jurtir og bætiefni í samræmi við einkenni hverrar fyrir sig.

88

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s