Veturinn: vatnselement: það ríkir kyrrð í náttúrunni, elli og viska, við sjáum allar hliðar málanna. Þetta er mikilvægasta elementið, rótin, móðurlífið. Einmitt núna þegar við erum í vatnselementinu er ekki gott að fasta því við þurfum á vökvunum að halda. Ef eitt element er í ójafnvægi hefur það áhrif á hin, dæmi ef nýrun eru léleg slökkva þau eldinn svo afleiðingin getur orðið t.d. blóðþrýstingshækkun. Nýrun styrkja bein og merg, þau hafa tengsl við eyru, óttatilfinningu, fólk stynur gjarnan ef þarna er ójafnvægi og því er kalt og það verður bogið í baki. Það er ótti og verkkvíði. Þörf er á salti og æskilegt að nota gerjað salt eins og misotamari-umeboshi og nota meira þang. Nota skal baunir og Adukibaunir eru sérlega góðar fyrir nýru/blöðru, að sjóða þær með þangi gerir mikið gagn á allar innvortis bólgur. Nota skal meira bóghveiti og best er að rista það fyrir notkun, hvort sem það er soðið, notað í brauð en mjölið er gott í bakstur. Bóghveiti dregur út of mikið vatn í líkamanum og er gott að hræra út og smyrja á fótleggi til að ná út vökva. Nota skal meira af dýraafurðum sérlega fisk á veturna. Te eru m.a. engiferte (þó alls ekki fyrir háþrýstingsfólk), birkite, Mu te sem eru 16 harðgerðar jurtir mjög hitagefandi og styrkjandi. Elfting er mjög styrkjandi, dregur úr bjúg, styrkir öll líffæri í mjaðmagrindarholi og við flestum sjúkdómum sem herja á nýrun eins er hún styrkjandi fyrir lungun og ónæmiskerfið. Þá er gott að drekka brenninetlute á þessum tíma.
(JÁ tók saman úr fyrirlestri Arnar Jónssonar í Svæðameðferðarskóla Íslands 1990 og Þuríðar Hermannsdóttur hjá Organon 2007).

88