„LÍF MITT var bara ósköp eðlilegt“ segir Annette Muller, „en svo lenti ég í hræðilegu bílslysi og fékk í kjölfarið óbærilegar kvalir sem engar haldbærar skýringar fundust á þar til orkuheilun eða lífsveiflumeðferð varð mér til bjargar. Smám saman fór ég að fá líf mitt til baka og gott betur því sú upplifun víkkaði út skilning minn á nýjum lækninga- og endurhæfingamöguleikum“.
Við erum svo föst í þeirri hugsun að hugurinn sé í heilanum, inni í höfðinu, að hugurinn sé ekkert nema heilavirkni. En ætli það sé rétt?
Dr. Rupert Sheldrake segir þá skoðun stýra öllu vísinda- og háskólasamfélaginu en er sjálfur á öðru máli og hefur m.a. haldið fyrirlestra um að minnið sé í formsviðinu (matrix) og að bergmál minninganna og áfallanna fari m.a. þangað.
Bruce Lipton segir frumuna ekki hafa meðvitund sem slíka heldur sé frumuveggurinn með loftnet sem tengir sig inn í sjálfið í formsviðinu. Að þá aðlagist frumurnar okkar og DNA þessum „misskilningi“ bergmálsins, öðru nafni huglægir og líkamlegir sjúkdómar. Öll getum við aukið vitund okkar og leyst upp „raunverulega orsök“ veikinda og þjáninga.
(JÁ tók saman og endursagði. Heimild: Rupert Sheldrake: The Mind Beyond the Brain. /Vefsíða Annette Muller: greatmystery.org)