Kínversku fræðin

LÍFSVEIFLUTÆKNI byggir að stórum hluta á þessum fræðum og hafa kínverskir nálastungulæknar hannað tæknileg prógröm til að finna orkubrautir í ójafnvægi og leiðrétta þær – skoðum því aðeins kínversku fræðin – yin og yang.

Kínversku fræðin leggja áherslu á viðhald góðrar heilsu, minna eða ekkert er talað um sjúkdóma. Taóismi kennir að til þess að eldast heill á sál og líkama sé mikilvægt að vera í takt við þá alheimsorku sem stjórnar árstíðunum á jörðinni og stýrir mismunandi lífsskeiðum okkar gegnum lífið.

Í gamla Kína var reiknað með að fólk lifði um og yfir 100 ár við góða heilsu ef farið væri eftir náttúrulögmálunum og lifað í samræmi við þau. En ef lifað er á skjön við lögmálin, brennum við hraðar upp, líkt og kerti við opinn glugga.

Hvað þýðir yin og yang? Hvar byrjum við ef orkan er ekki nægileg? Við vinnum með maga og milta, aukum starfsemina þar eða léttum á henni eða breytum til og þá erum við komin inn á mataræði.

Hver er grunnurinn á bak við alla lífræna starfsemi? Orkan og orka er Yin og Yang og undirstaða alls lífs er Yin – og til að skapa yangflæði verður yin að vera til staðar til að skapa jafnvægi, jafnt flæði. Yin er fasta formið. Yang: plúsinn – karlinn, sólin, atorka og kraftur, orkan rennur niður, maður fær sólina í bakið við vinnuna. Yin: mínusinn – konan, nóttin, tunglið, rólega deildin, kemur frá jörð og flæðir upp. Ólétt að framan. Til að skapa yangflæði verður yin að vera til staðar, eins og hús er byggt á grunni er grunnurinn yin, húsið yang og ef grunnurinn brestur (yin) hrynur húsið. Yang streymir til jarðar og ef það er of mikið hleðst það upp í efri hluta líkamans og maður fer að hugsa of mikið og of hratt. Ef það er of lítið skapast þreyta. Yangskortur gæti verið lungun, viðkomandi er ekki tilbúinn til að taka á móti sólarorkunni. Þá er gott að fara í göngutúra sem styrkir lungun, eykur orku. Við fæðumst mest yin erum það í móðurkviði. Ef kona reykir skortir barnið yin þar, en við fæðingu fer barn að taka við yang t.d. fyrsta öskrið. Verður frískara við yang en þarf að sjálfsögðu meira yin eða jafnvægi. Yinsjúkdómur: of mikið yin skapar útvíkkun, þenslu, offitu og uppsöfnun nánar tiltekið. Of lítið yin: hrörnun, vöntun, lítill gróður, krabbamein. Á Íslandi er yin harðgert. Yangsjúkdómur: Yangflæði streymir niður og ef það til dæmis verður of mikið til jarðar stoppar það í efrihluta líkamans, herðum t.d. og leitar þá Yang upp og stoppar í efrihluta líkamans. Ef of mikið yangflæði er í líkamanum getur yin ekki leitað upp. Þreyta og orkuleysi eru fyrstu merki um yangsjúkdóma og hvert er aðalmálið í sambandi við yangskort? Að ganga úti og nærast. Ef of lítið yin er þá fitnar maður. (JÁ tók saman úr fyrirlestrum Svæðameðferðarskóla Íslands 1989-1990).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s