Við getum skoðað lífið sem ferli eða ferðalag í gegnum elementin fimm: Vorið (Viður): þegar líf vaknar fullt af þrótti og orku – æskan. Sumar (Eldur): þegar allt er í fullum vexti og blóm að springa út – unglingsárin – gelgjuskeiðið. Síðsumar (Jörð): þegar ávextir ná fullum þroska – fullorðinsárin, fjölskyldumyndun, barnsfæðingar. Haust (Málmur): þegar allri uppskerunni er safnað saman og komið í hús. Næði til að leita inn á við og flokka það sem máli skiptir frá hisminu, tími uppgjörs – breytingaskeiðið. Vetur (Vatn): það ríkir kyrrð í náttúrunni, elli og viska.
Til þess að kona geti notið vetursins í lífi sínu þarf hún að hafa haldið uppskeruhátíð haustsins og þakkað fyrir það sem lífið hefur fært henni fram að þessu. (Útdráttur úr grein um Breytingaskeiðið eftir Dagmar Eiríksdóttur nálastungu og Jónu Ágústu hómópata.)
