Orkulækningar – bók

James L. Oschman: „Ég skrifaði bók um orkulækningar. Mér var sagt að ég gæti ekki skrifað bók um orkulækningar. Jæja segðu mér að ég geti ekki gert eitthvað, og þá geri ég það bara. Ekki bara skrifaði ég bókina heldur fékk hún mikinn meðbyr, seldist út um allan heim og mér síðan boðið að gefa fyrirlestra í 28 löndum. Ég fæ að sjá heiminn af því að ég skrifaði þessa bók sem ég átti ekki að geta skrifað. Svo endilega gerið það sem ykkur er sagt að þið getið ekki gert. Þessi vinna leiddi mig inn í hjartað og næsta greinin mín verður um The Heart of Space; Geimhjartað; ég tel að allir hlutir tengist í gegnum hjartað. Allir hlutir tengjast í gegnum alla hluta líkamans – þú getur sem sagt tekið eyrað alveg eitt og sér, fingurgóminn, þú getur tekið hvern einasta hluta líkama þíns og hann segir sögu um það hvernig hann tengist. John Muror sagði: „Ef þú horfir vandlega á grasblaðið þá sérðu að það er krækt í allt annað“ og það er að koma svona vakning um þetta, fólk er að vakna til meðvitundar um að við erum öll tengd. Enginn maður er eyland og það er bara vegur lífsins og þegar þú fattar það, þá breytist allt og það breytir heiminum um leið og fólk fer að átta sig á þessu. Og þetta meðvitundarástand er að koma, mjög fljótt og kannski er það þá þegar orðið. Eins og Fred Copper sagði í bókinni sinni Turning Point, kannski erum við komin fram hjá Turning point, erum þar þá þegar og svo hóf ég rannsóknir mínar á orkulækningum 1980 og með hjartað – ég er fæddur 1939 mér líður vel af því að ég er hamingjusamur, ég mæli sérstaklega með hamingju“. (JÁ þýddi úr bókinni Energy Medicine eftir James L. Oschman).

221 ummæliLíkar þettaSkrifa ummæliDeila

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s