Þjálfun ónæmiskerfisins

Hvað styrkir það og hvernig má þjálfa það? Vægt kvef t.d. þjálfar ónæmiskerfið. Slökun eykur framleiðslu á T-frumum sem ráðast gegn sýklum. Náttúrulegir sársaukadeyfar sem heilinn framleiðir við líkamlegt erfiði geta stýrt líka og það er endorfín sem örvar T-frumurnar og aðrar varnarfrumur. Líkamsæfingar örva hóstarkirtilinn sem umbreytir eitilfrumum blóðsins í T-frumur. Líkamsþjálfun sem hækkar líkamshita örvar starfsemi ónæmiskerfisins. Líkamsþjálfun magnar áhrif A og C fjörefna sem styrkja ónæmiskerfið og þá hefur komið í ljós að virkni efnisins interferon sem er náttúrulegur bakteríueyðir eykst til muna hjá fólki sem að jafnaði stundar ekki líkamsþjálfun. Hollt mataræði örvar ónæmiskerfið. Forðast skal eiturefni s.s. tóbak, áfengi og vímuefni, umhverfismengun frá iðnaði og fartækjum sem eru allar skaðlegar ónæmiskerfinu. Allt sem fer inn fyrir okkar varir hefur sín áhrif. Öll helstu steinefni og fjörefni eru vörn gegn sýklum. Skortur annarra efna s.s. sinks sem er hóstarkirtlinum mikilvægt getur veikt mótstöðuaflið. Ferskir ávextir, grænmeti, magurt kjöt, belgjurtir ómalað korn og AB mjólk styður það. Mikilvægt er að forðast streitu því hún hefur slæm áhrif á ónæmis-kerfið. Tilfinningastreita t.d. veldur því að heilinn örvar starfsemi heiladingulsins, litla kirtilsins undir miðjum heilanum sem gefur adrenalínkirtlunum ofan við nýrun merki um að gefa frá sér meira cortisone-hormón en það dregur hóstarkirtil og sogæðakirtlana bókstaflega saman. Þetta getur skaðað ónæmiskerfið og gert mann varnarlausan fyrir sjúkdómum. Rannsóknir sýna að vongleði og bjartsýni er snar þáttur í sjúkdómsvörnum, einnig hlýleg mannleg samskipti sem örva framleiðslu svokallaðra immuno-glubolina sem eru varnarefni gegn sýkingum. Sykur bælir ónæmiskerfið auk þess að valda sveppasýkingum. (JÁ tók saman).

33

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s