Umhverfið hefur áhrif á okkur til góðs og ills og margir tengja vanlíðan og kvilla ekki endilega við slíka hluti af ýmsum ástæðum. En það er vert að gefa því gaum og Valdemar Gísli Valdemarsson í Vitalis kynnti ráðstefnu um slík mál á dögunum. Hann segir: „Umhverfismál eru „stór“ mál. Baubiology er sífellt meir að ryðja sér til rúms en það er „Heilsuhíbýlafræði“. Hús byggð eða innréttuð skv. stöðlum Baubiology þurfa að vera eiturefna og geislunarfrí. Rayonex Biomedics GmbH hefur tekið slaginn á þessu sviði og rekur sérsvið um húsasóttarfræði og greiningu á eitrunum og geislun með Rayonex tækninni. Þetta eru óhefðbundin fræði en hafa skilað árangri. Haldin var kynning á því hvernig tæknin nýtist til að greina svefnherbergi. Mjög áhugavert svið.“ Sjá nánar á https://www.facebook.com/Vitalis-ehf-815081731853157