Mygluvandinn

Hefur mikið verið til umræðu í fjölmiðlum og úrræða er þörf ekki síst fyrir þolendur. Út hafa komið góðar bækur um málið og stendur sú nýjasta uppúr eftir lækninn Neil Nathan sem heitir Toxic: Heilaðu líkamann af myglueitrun, Lyme sjúkdómnum, Fjölefnaviðkvæmni og krónískum sjúkdómum vegna umhverfismengunar. Þar er lögð áhersla á mikilvægi þess að hefja meðhöndlun á einfaldan hátt og finna út hvað líkaminn setur í forgang. Hann segir m.a.: „Þeir sem eru í mygluðu umhverfi geta þróað með sér króníska sjúkdóma og syndróm sem kallast: Blönduð myglueitrun.

Læknar og meðferðaraðilar eru ekki þjálfaðir í að taka á þessu vandamáli og skrifa upp á hættuleg sveppalyf og stera sem mörg hver eru eitur fyrir lifrina. Að ná heilsu eftir fúkka einkenni krefst samþættrar nálgunar undir leiðsögn eins eða fleiri meðferðaraðila. Mikilvægast er að svelta fúkkann út úr líkamanum með sérstöku mataræði og forðast allt sem nærir hann. Lifandi gerlagróður (probiotics), sérstakar jurtir, lofthreinsun og aðrar náttúrulegar meðferðir hafa reynst vel í að ná bata.

Fúkkatengd einkenni fara svo oft framhjá mönnum og eru vitlaus greind. Það eru til nokkrar fúkkategundir og líka mismunandi mycotoxins sem þær framleiða. Þá er gott að vera meðvitaður um hvað þú getur gert heima ef fúkkasýking er þar, finna út hvað þú ættir að forðast og leiðir til ráða. Þú flýtir fyrir þér með því að fá skilmerkilegar upplýsingar en það er ekki til einhver ein formúla fyrir alla sem sýktir eru, því meðferð veltur á mörgum þáttum, t.d. hvaða tegund þú varst í, hversu lengi, hvernig heilsufar þitt er, ónæmiskerfi, ofnæmi og óþol sem og genatiskir þættir. Best er að finna fróðan lækni/meðferðaraðila sem er sérfræðingur í umhverfismengun og ráðum við henni. Saman vinniði að viðeigandi meðferðaráætlun sem byggir á þinni einstæðu líffæra- og lífeðlisfræði og aðstæðum. Mundu að þú ert ekki ein/n svo leitaðu upplýsinga sem geta hjálpað þér því það flýtir för“. (þýddi og tók saman úr bókinni Toxic: Heal your body).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s