Rayoskanni – hjartalínurit

Árið 2014 markaðssetti Rayonex  sjálfvirka tíðnigreiningartækni sem gengur út á að mæla hjartsláttinn með hjartalínurita sem síðar er unnið úr og þá er hægt að lesa hvaða tíðnir eru illa virkar í líkamanum. Til að ná þessari tækni þurfti aðstoð ríkis og háskóla til að leysa flókna algorithma sem lesa úr línuritinu.

Líkamanum er líkt við ljósaperu. Hvítt ljós er blanda margra lita eins og glöggt kemur fram í regnboganum. Þar er hægt að telja 7 liti. Ef blöndu lita er varpað á tjald í ákveðnum hlutföllum þá kemur hvítt ljós. Ef einhver hinna sjö lita er minnkaður í styrk þá breytist liturinn og blandan verður ekki lengur hvít. Mannslíkaminn gefur frá sér hafsjó af tíðnum sem líkja má við mismunandi liti. Hjartað gefur frá sér sterka rafsegulpúlsa á breytilegum tíðnum, heilinn einnig og ef grannt er skoðað gefur nánast hver einasta fruma frá sér tíðni í einhverju formi. Ljós er ekkert annað en rafsegulbylgja á hárri tíðni og litur ljóssins sem augað nemur er í samræmi við tíðnirófið.

Paul Schmidt skipti tíðnirófi líkamans upp í ákveðið margar einingar sem hann einfaldaði niður í 400 tíðnir fyrir almenna notendur. Mælingar sýndu að ef þetta einfaldaða tíðniróf í líkama var mælt og skoðað frá 00.00 yfir í 99.75 þá var hægt að finna hvaða tíðnir vantaði. Út frá því var hægt að átta sig á hvaða líffæri eða lífkerfi var vanvirkt. Til dæmis voru tíðnir nálægt 60.00 mjög tengdar starfsemi ristils, tíðnir eins og 62.50 tengdust skjaldkirtli og 99.5 tengdist hormónakerfi en speglaði líka mögulegt álag á líkamanum vegna rafsegulsviðs. En það er ekki nóg að greina og vita bara að skjaldkirtill er latur, það er auðvitað mikilvægt að geta gert eitthvað í því. Þar kom fram snilld Paul Schmidt. Hann áttaði sig fljótlega á því að ef einhver tíðni líkama var ekki til staðar þá gat hún stundum sigið í lag á meðan á mælingum stóð. Paul dró þá ályktun að tíðnigjafinn hefði áhrif á innri tíðni líkamans eins og þegar tónkvísl byrjar að syngja þegar hún er áreitt. Þetta vakti mikla athygli hans og hóf hann að vinna með þetta fyrirbæri. Nokkrum árum síðar fann hann upp svokallaðan pólara sem gat örvað tíðni líkamans á undra stuttum tíma. Þá var komin aðferð til lækninga sem átti eftir að vekja mikla athygli og grundvalla Rayonex lífsveiflutæknina. Það er því í raun þannig að ef einhverja tíðni í líkamanum vantar þá er hægt að kveikja á henni. Bara eins og kertastjaki með ótal kertum, það þarf bara að rétta kveikjarann að kertinu og það er komið ljós.

Reynslan hefur sýnt að þegar líkami hefur verið meðhöndlaður með lífsveiflutækni þá virkjast þær tíðnir líkamans sem ekki voru virkar og líkaminn fær aukna getu til að heila sig sjálfur. Heilun getur svo átt sér stað á nokkrum vikum eða mánuðum og stundum sprettur fram árangur strax eftir fyrsta tíma. Reynslan af Rayonex tækninni hér á landi er mjög góð. Oft er kominn merkjanlegur árangur eftir tvö til þrjú skipti í meðferð. Meðferðin sem slík er einföld fyrir meðferðarþega, hann situr í stól og slakar á.

Meðferðaraðilinn gerir greiningu og velur réttu meðferðina og síðan tekur við slökun í 30–40 mínútur á meðan líkaminn er baðaður viðeigandi tíðnisviðum sem auka styrk og sjálfsheilunargetu líffæra og lífkerfa. Rafbylgjurnar eru sáradaufar og er óhætt fyrir fólk með rafóþol að nýta sér þessa meðferðartækni. Það er ekki hægt að segja um mörg meðferðartæki sem eru á markaðnum í dag.

Ein athugasemd á “Rayoskanni – hjartalínurit

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s