Það sem jarðvegurinn er plöntunni er blóðið manninum. Það er kunn staðreynd að snefilefnasnauður jarðvegur gefur af sér veiklaðar plöntur og á sama hátt er sá maður ekki heill sem hefur í æðum sér snefilefnasnautt blóð. Með því að bæta jarðveg plöntunnar nær hún að þrífast vel og það sama á við um blóðið mannsins að bæta því upp sem á vantar. Það er lífefnafræði hins lifandi vefs.
Styrkleiki vefjasalta og líffærastuðnings er 6x, 9x og 12x. Þegar styrkur er svo lár mega inntökur vera tíðari en í hærri styrkleikum t.d. 1 kúla tvisvar á dag til að næra en þrisvar ef mikill skortur er eða meinsemdir. Vefjasöltin öll nema Silica eiga sér sín stjörnumerki og er talið að fólk hafi gott af að taka sitt stjörnufræðilega vefjasalt af og til.
Calc fluor 22.6-23.7.
Mag phos 24.7.-23.8.
Nat mur 21.1.-19.2.
Nat phos 24.9.-23.10.
Nat sulph 22.4.-21.5
Calc phos 22.12.-20.1.
Calc sulph 24.10.-22.11.
Ferr.ph 20.2.-20.3.
Kali mur 22.5-21.6.
Kali phos 21.3.-21.4.