Það er margt sem veikir ónæmiskerfið s.s. slæmar fréttir, slys, áfall, ótti, álag, streita, ferðalög og neikvæðar hugsanir. Margir eru ofsahræddir við að fá flensu, kvefpestir og aðrar alvarlegri sýkingar og full ástæða til að kynna sér leiðbeiningar sem gefnar eru út t.d. af landlæknisembættinu um hreinlæti og lífsstíl til þess að forðast smit. Almenna reglan er að hugsa vel um sig, láta sér ekki verða kalt, fá nægan svefn, hollan mat og drykk. Talið er að eftirfarandi styrki ónæmiskerfið: D vítamín, E vítamín, Beta caroten, Sink, C vítamín, Sólhattur eða Ólífulauf 18% extract, GSE dropar og svo eru til fyrirbyggjandi og styrkjandi hómópatískar remedíur til inntöku.
Til baka