Hómópatía, stundum kölluð smáskammtalækningar, á það sameiginlegt með flestum óhefðbundnum meðferðarformum að líta svo á, að upphaf veikinda megi rekja til ójafnvægis í lífsorkunni. Líkaminn er í eðli sínu fær um að lækna sig sjálfur. Hæfileikinn til sjálfsheilunar kemur frá orkulind, sem við köllum lífskraftinn, öðru nafni vital force, lebens kraft, chi eða prana, allt eftir því úr hvaða menningarsamfélagi við komum, en öll erum við sammála um að við höfum þennan kraft. Sjúkdómar geta náð að grafa um sig, þegar orkukerfi okkar er veiklað eða í ójafnvægi einhverra hluta vegna. Einkennin eru viðbrögð við áreiti og álagi og merki um viðleitni líkamans til að ná aftur jafnvægi og heilsu. Heilsa einstaklingsins ræðst því af hæfileikanum til að aðlagast þessu áreiti og álagi. Þetta er ástæðan fyrir því að hómópatar lækna ekki fólk, heldur leitast við að koma lífsorkunni í jafnvægi svo manneskjan sjálf geti náð heilsu á sinn eigin hátt. http://emediapress.com/robertharalick/mind/