
Lífsveiflutækni er ný grein innan óheðfbundinna lækninga en er í grunninni mörg þúsund ára gömul og hefur frá örófi alda verið notuð til lækninga í formi tónlistar, tóna og söngva. Þeir sem syngja þekkja hve heilandi það er.
Sólin er líka lífsveiflugjafi, hefur ótrúlega góð líkamleg og andleg áhrif enda grundvöllur alls lífs. Á seinni árum hefur tekist að nýta rafsveiflur markvisst til lækninga með ýmsum hætti og byrjaði sú þróun snemma í sögu rafmagnsins.
Rússneski vísindamaðurinn George Lakovsky gerði tilraunir árið 1915 með sveiflurásir sem þá voru bylting í útvarpstækni. Öll útvarpsfjarskipti byggja á sveiflurásum. Sveiflurás virkar ekki ósvipað tónkvísl. Ef hún er áreitt þá byrjar hún að sveifla. Tónkvíslin sveiflar og myndar hljóð en sveiflurásin myndar riðstraum á mun hærri tíðnum en við getum heyrt. Þegar við veljum rás á útvarpinu þá erum við að stilla sveiflurás.

Það var með tilkomu þessarar tækni sem einhver skriður komst á markvissa beitingu rafbylgna við lífsveiflutækni. Lakovsky gerði margar tilraunir og m.a. ræktaði hann plöntur með illkynja meinum sem hann reyndi svo að lækna með sveiflutækni. Lakovsky hélt tilraunum sínum áfram og árið 1924 var hann kominn með lækningatæki sem vakti mikla athygli víða um heim. Hann skrifaði bókina Secrets of Life þar sem hann segir frá tilraunum með lækningatæki sitt og fylgja því vitnisburðir frá sjúkrahúsum í Evrópu. Þar var til dæmis frásögn af alvarlegu skjaldkirtilsvandamáli sem læknaðist eftir ákveðinn fjölda tíma í meðferð.
Lakovsky og tækni hans hvarf af sjónarsviðinu nálægt árinu 1955 en fram komu nýjir hugmyndafræðingar eins og Royal Raymond Rife, Reinold Voll og Wilhelm Reich. Margir hafa komið að þróun slíkra tækni en fáir náðu fótfestu. Í dag eru nálægt 24 framleiðendur lækningatækja sem ganga út á lífsveiflutækni en stærstir eru líklega BICOM vörumerkið annarsvegar og hinsvegar RAYONEX. BICOM stendur fyrir Biological Computer og hefur þessi tækni vakið mikla athygli vegna árangurs gagnvart óþoli og ofnæmi. Skrifaðar hafa verið nokkrar bækur um BICOM tæknina og flestar þeirra af læknum sem tóku það skref að snúa sér að heildrænum lækningum og náðu svo góðum árangri að þeir gátu ekki þagað yfir því.

Árið 1976 stofnaði vélaverkfræðingurinn Paul Schmidt fyrirtækið Rayonex. Paul hafði þróað tíðnigreiningartækni og kortlagt nokkur hundruð tíðna og tengingu þeirra við líffæri og lífkerfi. Hann notaðist við háþróaðan rafeindabúnað til að framleiða bylgjurnar en notaði svo einfalda mæliaðferð úr óhefðbundnum lækningum sem kallast Radiesthesia til að greina virkni tíðna. Með þessari tíðnigreiningartækni gat hann áttað sig á hvaða tíðni hver og einn nálastungupunktur svaraði best en einnig orkustöðvarnar 7, fjöldi líffæra eins og: kirtlar, hjarta, lifur, nýru, augu, eyru, taugakerfi, hormónakerfi, æðakerfi o.s.frv.
Paul Schmidt lést háaldraður árið 1996 og skildi þá eftir sig gríðarlegt safn upplýsinga sem var árangur þrotlausra rannsókna hans í þrjá áratugi. Eftir andlát hans var stofnuð Akademía Paul Schmidt sem hefur það aðalmarkmið að þróa áfram lífsveiflutæknina á grundvelli rannsókna Paul. Um árið 2010 varð bylting í lífsveiflutækninni þegar Rayonex fyrirtækið markaðssetti byltingarkennt forritasafn þróað til lækninga á mönnum og dýrum.
Fyrirvari
Það skal tekið fram að almenn læknavísindi hafa hingað til ekki samþykkt né viðurkennt lífsveiflutæknina. Það er líka nauðsynlegt að benda á það að notkun lífsveiflutækni getur ekki komið í stað viðtals við lækni og skyldi ávallt byrja á því að leita ráða hjá sérfræðingum í heilbrigðiskerfinu þegar vanheilsa sækir að. (Heimild: VGV).