homopati.is

Sigrún Árnadóttir, hómópati LCPH starfaði við hómópatíuna allt frá útskrift 2006 til ársins 2018. Auk hefðbundinnar hómópatíu tók hún í notkun tæki sem buðu upp á ýmsar mælingar og meðferðir í þeim tilgangi að gera hómópatískar meðferðir skilvirkari og fljótvirkari. Sigrún sótti námskeið á ýmsum sviðum tengdum faginu, flutti fyrirlestra, skrifaði greinar og var vel metin meðal kollega og skjólstæðinga sinna. Hún stóð fyrir vefsíðunni homopati.is þar sem ýmsan fróðleik var að finna og mun valið efni um hómópatíu og Alþýðulækningar lifa áfram hér hjá okkur í LA VITA undir því sama nafni homopati.is – Við óskum Sigrúnu velfarnaðar á öllum sviðum lífsins.

MELTINGARVANDAMÁL

Hómópatía hefur hjálpað mörgum einstaklingum varðandi meltingarvandamál, en það er þá í góðri samvinnu viðkomandi einstaklings og hómópatans.

Stundum virka ekki ofangreind ráð og getur orsökin oft verið stress af einhverjum toga.  Þar sem taugakerfið stjórnar vöðvahreyfingum meltingarkerfisins getur álag eða önnur streita valdið truflun á eðlilegu ferli.  Eins og hjá fullorðnu fólki geta börn einnig fengið hægðatregðu ef þau ferðast og fara í ókunnugt umhverfi.

Hómópatían lítur á einstaklinginn sem eina heild og tekur alla þætti með í mat á meðhöndlun.

Eftirfarandi remedíur eru aðeins örfáar tilgreindar af fjölda remedía sem miðast við hvernig hægðatregðan getur lýst sér.  Þessar remedíur eru góðar bæði fyrir börn og fullorðna.  Hægt er að kaupa þær í Skipholtsapóteki og heilsubúðum en þar fást Þær aðeins í styrkleika 30c.

Alumina:  Einstaklingur er þreyttur og orkulaus.  Þarmahreyfingar virðast hægar, hægðir lengi að skila sér gegnum meltingarveginn.  Erfitt getur verið að losna við hægðir og jafnvel erfitt að losna við mjúkar hægðir.  Hægðirnar eru venjulega harðar, þurrar og koma í kúlum eða kögglum.  Endaþarmur getur verið þurr og aumur.   Kartöflur geta haft stemmandi áhrif hjá þessum einstaklingum.

Bryonia:  Stórar, harðar, þurrar hægðir sem erfitt er að þrýsta út.  Tungan er oft með hvíta skán.  Einstaklingur getur verið pirraður og vill vera í friði.  Líður verr við minnstu hreyfingu.  Ljósfælinn.  Oft þyrstur og vill hafa drykkina kalda.

Calcarea Carb:  Oft er súr lykt af þessum einstaklingum, svitanum og hægðunum.  Einstaklingurinn er daufur og þróttlaus.  Hann sækir í egg (frekar linsoðin), brauð, ís, sætindi og salt.  Mjólk getur valdið hægðatregðu hjá þessum einstaklingum.   Hægðir oft miklar og harðar, oft í kögglum eða eins og leirkenndar.  Eftir hörðum kögglum getur komið eins og niðurgangur.

Causticum:  Þörf fyrir hægðalosun án þess að geta losað um.  Verkir.  Hægðir geta verið mjúkar en þó erfitt að skila þeim frá sér.

Hepar sulph:  Mjúkar hægðir sem erfitt er að skila frá sér ef barn hefur eyrnabólgu eða önnur veikindi.

Lycopodium:  Hægðatregða þegar endaþarmsopið herpist saman og ekki hægt að losa hægðir.  Erfitt að hafa hægðir á ferðalögum eða á ókunnum stað.  Hægðir harðar, erfiðar og lítið í einu.  Eymsli í endaþarmi.

Mag mur:  Hægðatregða með litlum kúlum og oft þörf án árangurs.

Nat mur:  ef barnið er undið andlegu álagi.  Hægðir geta verið í litlum kúlum og tilfinningin að geta ekki klárað.

Nux vomica:  Finnst alltaf vera þörf fyrir að kúka, og þrátt fyrir að fara á klósettið þá er eins og að geti ekki klárað.  Hægðatregða myndast oft eftir að hafa verið á lyfjum, eftir að hafa verið undir andlegu álagi,  eða jafnvel eftir ofát.  Vont að láta fötin þrengja í mittið.  Oft fylgir ógleði og jafnvel uppköst.  Brjóstsviði, uppþemba, vindgangur og höfuðverkur geta fylgt ástandinu.

Opium:  Þrálátar hægðir, harðar litlar kúlur og dökkar á litinn.  Verkir í endaþarmi.

Silicea:  Hægðir virðast vera að skila sér en fara aftur upp í endaþarminn.  Hægðir geta verið í hörðum kögglum sem valda sviða og óþægindum í endaþarmi.  Endaþarmur getur sprungið við átökin.  Oft mjög erfitt að hafa hægðir og börn neita iðulega að kúka.  Ef börn eru orðin hrædd við að hafa hægðir þarf oft að gefa þeim einhverja aðra remedíu samhliða sem getur slakað á hræðslunni.

Zinc met:   Nýburar sem eru óöruggir, kippast til og eiga erfitt með að þroska reglulegar þarmahreyfingar.

ÁHYGGJUR OG KVÍÐI

Þessa dagana eru margir að glíma við kvíða og áhyggjur vegna fjármála ástandsins.  Á okkur dynja misvísandi og frekar óskýrar fréttir af aðgerðum stjórnvalda og banka.  Óvissan um framgang mála er mörgum mikið kvíðaefni.

Til að taka af toppinn af áhyggjunum er gott að taka bæði remedíur og blómadropa.  Þá erum við betur í stakk búin að taka raunhæfari ákvarðanir og látum síður áhyggjur og kvíða yfirtaka okkar daglega líf.

Hér á eftir eru taldar upp nokkrar algengar remedíur sem eru gefnar við kvíða:

Ambra Grisea: Kvíði, þunglyndi, hysteria, vill ekki félagsskap, sérstaklega ekki ókunnugra.

Anacardium: Lítið sjálfstraust.  Þarf að sanna sig.  Lélegt minni. Hræddur um að mistakast. Óákveðinn.

Argentum Nitricum: Hvatvísi.  Kvíði um heilsuna.  Kvíði þegar viðkomandi er einn, betri þegar hann hefur félagsskap.  Kvíðir fyrir prófum og skuldbindingum,  Kvíðir fyrirfram fyrir hlutunum.  Lélegt minni. Reynir að forðast sérhverja þrekraun.  Kvíði á morgnana þegar hann vaknar, finnst hann ekki geta litið fram á daginn.

Arsenicum Album: Kvíðinn, spenntur.  Ofsalegur kvíði, oft með miklum óróleika.  Kvíði varðandi heilsuna.  Mikill óróleiki, eirðarleysi, gengur um gólf.  Kvíði vegna vellíðan fjölskyldu eða vina sem tryggja öryggi sjúklingsins.

Gelsemium: Sviðsótti.  Hjálpar strax til að losna við skelfingu fyrir sýningu.  Kvartar mikið þegar viðkomandi kvíðir fyrir atburðum.  Prófkvíði.

Calcarea Carbonica: Kvíði varðandi heilsuna.  Vinna of mikið, ofkeyrðir, ofþjakaðir einstaklingar.  Sterk tilfinning fyrir skyldu og ábyrgð.  Þrjóska.

Bryonia: Vill ekki vera truflaður, verður að fá að vera í friði og ró.  Pirringur.  Upptekin við viðskiptamál.  Kvíði vegna framtíðarinnar.

Kali Carbonicum: Kvíði og áhyggjur. Finnur fyrir kvíðanum í uppmagálssvæðinu (solar-plexus). Pirringur. Þörf fyrir að rífast.Vill ekki að neinn snerti sig.

Lycopodium: Vandamál vegna lágs sjálfstrausts og sjálfsmats.  Kvíði varðandi heilsuna, um ágreining, um starfsframa.  Sviðsótti.

Sulphur: Kvíði varðandi heilsuna.  Kvíði vegna fjölskyldu eða barna, slysa, sjúkdóma.  Lélegt sjálfstraust, þarf að fá hrós.

Við gefum mjög oft blöndu af 3-4 remedíum sem við nefnum AAAG eða AAAAG og hafa gefið mjög góða raun gegn kvíða og áhyggjum.  Þær eru blandaðar með hvern einstakling í huga og því þarf að vitja hómópata til að fá rétta blöndu með réttum styrkleika.  Ekki er hægt að fá þessar blöndur í heilsubúðum eða apótekum, en þar er hægt að kaupa ýmsar stakar remedíur, en þá eingöngu í styrkleika 30c.

Ef þú hefur orðið fyrir áfalli, hvort sem er vegna fjárhagsmála eða annars þá eru blómadropar Bachs mjög góðir og þá mælum við sérstaklega með Rescue remedy (Five Flower Remedy) sem skyndihjálp.

Ef kvíðinn er mikill er um að gera að leita sér hjálpar sem fyrst, hvort sem er til hómópata eða annarra meðferðaraðila.  Langvarandi kvíði og áhyggjur leiðir mjög oft til líkamlegra veikinda, sem erfiðara getur verið að meðhöndla. (Sigrún Árnadóttir homopati.is).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s