Breytingaskeið karla

Minna fer fyrir umræðu um breytingaskeið karla en auðvitað ganga þeir í gegnum það eins og konurnar. Algeng einkenni þeirra eru m.a. depurð og pirringur, minnkandi kyngeta, ristruflanir og blöðruhálsvandi. Þeirra skeið spannar lengri tíma og er um margt ólíkt skeiði kvenna. Það er einstaklingsbundið hversu erfitt það er fyrir bæði kynin og hversu lengi það getur staðið yfir. Þetta snýst um hormónabúskap, testosterón fer almennt þverrandi með hækkandi aldri þótt til séu undantekningar frá reglunni. LA VITA er með lífsveiflu-meðferðir fyrir bæði kyn í þeim tilgangi að leiðrétta ójafnvægi í orkusviði líffærakerfa auk þess sem hómópatískar remedíur eru gagnlegar báðum kynjum í þessu ferli lífsins sem öðrum.

Phos Ac/Selen: Hármissir í andliti og á kynfærum vegna minnkandi testosteróns.

Agnus Cactus: depurð, minnkandi kynhvöt og kyngeta, ristruflun.

Arg nit: taugaveiklun, risvandamál, sækir í saltan mat og sætindi.

Avena Sativa: orkuleysi, einbeitingarskortur, svefnleysi.

Baryta Carb: getuleysi, þverrandi kynhvöt.

Caladium: pirringur, depurð, þunglyndi, risvandamál.

Kali Phos: þreyta, depurð, örmögnun.

Lycopodium: getuleysi, líkamlegur veikleiki og óöryggi.

Sabal serrulata: þverrandi kynhvöt, eistun rýrna.

Selen met: kynhvöt er til staðar en getan veik, þreyta og ósjálfráð sáðlát. (JÁ tók saman.)

Ein athugasemd á “Breytingaskeið karla

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s