DAVID Hamilton skrifaði bók um það hvernig hugurinn læknar líkamann. Hann hefur rannsakað þessi mál í áratugi og las fyrst tólf ára gamall bókina The Magic Power of Your Mind eftir Walter M. Germain sem segir manninn hafa innsæið til að vita hvernig hann læknar sig sjálfur en það hafi dofnað með árunum hvernig best væri að beita sjónmyndun gegn því sem þjakar. Hann segir: „Frá 2006 hefur sjónmyndun sýnt jákvæðan árangur í endurhæfingu fólks eftir heilablóðfall og hryggskaða sem og að bæta hreyfingar fólks með Parkinson‘s. Sjúklingar sjá sig huglægt hreyfa sig eðlilega og um leið fer hvatinn af stað í hárfína kerfinu til útlimanna sem þeir sjá fyrir sér hverju sinni og heilasvæðið sem þeim stjórnar örvast líka. Með tímanum verða framfarir hægt og rólega og jafnvel í heilablóðfallstilfellum hafa svæði sem skaddast hafa farið að endurnýja sig. (Jóna Ágústa þýddi úr bók David R. Hamilton: How your Mind Can Heal Your Body).