Máttur Gleðinnar

Mannfólkið hefur tilhneigingu til að horfa frekar á það neikvæða en jákvæða því það er leið heilans til að verjast ógn. Þjálfum hugann, heilann í að sjá það góða í öllu,  þótt dagurinn sé erfiður og okkur líði illa. Hvar sem við erum og hvernig sem okkur líður, þá getum við þjálfað hugann í að sjá það jákvæða. Sjá allt það litla í deginum sem er gott og þegar við gerum það, lærir heilinn að það sé í lagi að horfa á góða hluti; það geri honum gott svo þá heldur hann áfram að sjá góðu hliðarnar. Þessi umbreyting tekur tíma en margborgar sig.

Við örvum heilann og gerum hann heilbrigðari ef við iðkum gleði sem og nokkur önnur atriði henni til viðbótar sem er svefninn, leiktími sem við verjum í allt og ekkert, tenging við náttúruna, líkamleg virkni því mörgum okkar hættir til að sitja of mikið, vera í kyrrstöðu. Svo er það einbeitingin að vera í núvitund í göngutúrnum og finna fyrir vindinum, þakklætinu. Opna meðvitundina með því að vera í núvitund. Með því að iðka þessi atriði daglega örvum við heilann, gerum hann heilbrigðari og þannig samþættur heili gefur heilbrigði á öllum sviðum. (JÁ tók saman).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s