
Litur þvagsins
Ein leið til að halda heilsu er að læra að þekkja líkama sinn og tungumál hans. Við erum t.d. að tala um lit þvagsins, gerð og lit hægða og fleira sem gefur vísbendingar um ástand líkamans. Blóð í þvagi getur verið mikið og svo lítið að maður sér það ekki, en það er hætta á ferðum sé blóð í þvagi; yfirleitt sýking í þvagfærum eða steinn eða líka afleiðing álags við að koma þvaginu frá sér vegna æðastækkunar. Svo gerir sum fæða og drykkur þvagið rautt t.d. rauðrófusafi. Sé þvagið algerlega litlaust eins og vatn þýðir það mikla vatnsdrykkju eða króníska þvagfærabilun, að nýrun séu ófær um að koma umframvökva úr þvaginu. Þegar þvagið er gulbrúnt gæti það þýtt að fólk drekki of lítið eða ekkert vatn og líkaminn heldur þá í vatnið svo þvagið verður sterkara og því er skynsamlegra að dreifa vítamíninntöku yfir daginn. Brúnn litur gæti annarsvegar þýtt gamalt blóð í þvagrás sem fer út með þvaginu og hinsvegar vatnsþurrð. Sé það brúngult og slæm lykt af því skal leita læknis. Sé lyktin sæt af þvaginu gæti það verið merki um sykursýki. (JÁ tók saman).