Gæludýrin á gamlárs

Á þessum árstíma þegar flugeldaskot og sprengingar færast í aukana verða dýrin óróleg og mörg þeirra upplifa angist, kvíða og ofsahræðslu. Hvað getum við gert til þess að lágmarka það? Mikilvægt er að dýrin séu í öruggu umhverfi, að talað sé rólega og glaðlega við þau, sannfæra þau um að allt sé í lagi. Hafa kveikt ljós og útvarp í gangi í hesthúsum þar sem hestar eru á húsi. Köttum skal halda alveg inni dagana kringum áramót og hafa hunda í taumi þegar þeim er hleypt út, jafnvel þótt það sé bara út í garð. Þá er ráð að viðra þá snemma dags í birtu til að þreyta þá fyrir kvöldið og jafnvel líka meðan skaupið er því þá er almennt rólegt yfir öllu. Þá skal gefa þeim gott í munninn svo þau tengi lætin við eitthvað jákvætt. Strokur og blíðleg snerting róar flest dýr og veitir öryggi. Nudd og vafningar eru nokkuð ný aðferð í flóruna sem LA VITA vill vekja athygli á sem Sigurbjörg Jóna Traustadóttir hómópati og hundaeigandi notar á sína hunda auk þess sem hún gefur þeim hómópatískar remedíur. Hér eru myndir af hundunum hennar með vafningana sem veita öryggi og vernd og segir Sigurbjörg Jóna að því fyrr sem byrjað er að nota vafninga, því fyrr losnar um spennuna í kroppnum. Hafa má samband við Sigurbjörgu Jónu vegna þessa í síma 6906001.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s