Tungumál líkamans II – Útlit hægða

Heilbrigðar hægðir: eru sívalnings/hólklaga ljósbrúnar, mjúkar og sökkva hægt í vatninu. Sýrustig þeirra er á bilinu 6,6 til 7,6.

Kringlóttar og kögglaðar: benda til krampa eða mikillar vatnsþurrðar. Hægðir með litlu vatnsinnihaldi ferðast hægar um og sjúga þarafleiðandi meira í sig af eiturefnum. (Hægðir eru venjulega 70-75% vatn).

Kringlóttar kúlur: Ef hægðir eru dökkar eins og tjara á litinn bendir það til að blóð sé í þeim eða að eigandinn hafi nýlega tekið inn járn. Einnig skal skoða innihald annarra vítamína sem tekið er. Dökkar hægðir geta bent til upphafs alvarlegs meinaástands. Ef þær eru hreinar, glærar, hvítar eða gular, léttar og flygsulegar bendir það til að slímútferð sé í ristilveggnum, að stíflaðar hægðir séu að losa um sig eða að ristilveggurinn sé þegar orðinn hreinni.

Kaðalslímhægðir: geta bent til pirrings eða mildrar bólgu. Kaðalslím festist við hægðirnar. Ef kaðalslímið kemur út án þess að tengjast hægðunum getur það verið vegna nýmeltrar mjög kryddaðs eða ertandi matar. Ristillinn framleiðir slím til verndar og líkist það yfirleitt eggjahvítu.

Grænar hægðir: geta verið vegna of mikils galls eða mikils basa í meltingarveginum. Athugið nýlega vítamíninntöku sérstaklega stóra skammta af chlorophyll, hveitigrass-safa spínats o.fl.

Rauðar hægðir: geta bent til nýlegrar inntöku rauðrófna, gulrótarsafa, vatnsmelónu o.fl. Hinsvegar getur þetta líka verið nýtt blóð frá neðri meltingarvegi og þarf þá að leita til læknis.

Fölar hægðir: gefa til kynna gallblöðruvandamál, blóðleysi, of mikið mjólkurþamb, skort á E og C vítamíni.

Svartar hægðir: geta verið vegna kol-inntöku eða járns eða chlorophyll. Hinsvegar geta þær líka bent til blæðinga hátt upp í meltingarveginum.

Rauðbrúnar hægðir: yfirleitt vegna súkkulaði, kaffi, sykurs og járnsinntöku.

Blóðklumpar: geta þýtt að langvarandi stíflur séu að losna eða að blóðtappi hafi losnað úr ristilsepa. Í því tilfelli getur ein hlið blóðtappans verið mjúk og þessi hreinsun á þarmaveggnum þýðir að meira uppsog verður af næringu og eiturefnum og því versna afeitrunareinkennin s.s. ógleði, höfuðverkur o.fl.

Vatnskenndar hægðir: verða í taugaveikluðu taugaspenntu ástandi.

Feitar hægðir: eru afleiðing þess að gall– og brissafi er af skornum skammti til að melta fitu eða einfaldlega vegna þess að of mikillar fitu er neytt. Hægðirnar eru fitukenndar.

Graftarkenndar hægðir: geta verið vegna sára meðfram meltingarveginum eða að kýli hafi sprungið. Útferðin inniheldur gröft.

Sterkar illa lyktandi hægðir: gefur til kynna hátt próteininnihald fæðunnar, hátt sýrustig og hægfara hægðalosun.

Súr lykt: með kolvetnavindgangi, lágt sýrustig og hraðri hægðalosun.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s