Það er mikil þörf fyrir fljótvirka og áhrifaríka aðferð til að koma jafnvægi á efnislega og andlega þætti lífsins. Fólk er upp til hópa að vakna til meðvitundar og sækir í andlegar lausnir til að takast á við aðstæður hversdagsins s.s. streitu, sambönd, velgengni, mistök og síðast en ekki síst heilsuna. Við þurfum að læra einfalda áhrifaríka leið til að efla heilsu og orku með því að vinna með raunveru–leikann á dýpra tilfinninga-orkusviði þar sem við getum aukið, haft stjórn á eða beint lífsorkunni kí-orkunni til að heila líkamann.
Manneskjan er orkuvefur sem tengist líkamanum og frumum hans. Við notum orku til að hafa áhrif á þennan orkuvef svokallaðar bylgjulækningar eins og lækningar voru framkvæmdar í fornöld og allt til okkar tíma. Öll líffæri líkamans hafa tíðnisvið og öll líffærakerfin vinna skv. tíðnisviði. Þegar við öðlumst stjórn á eigin heilsu, eykst hæfileikinn til að lifa lífinu til fulls og upplifa allt það sem heimurinn hefur að bjóða. En það er bara upphafið að okkar heilunarferðalagi að læra að heila eymsli, verki og sjúkdóma því þegar við erum komin inn í þetta ferli, inn í þennan farveg verður hrist upp í meðvitund okkar svo við fáum að upplifa meiri sannleika.
Mikilvægast í þessu öllu er að við erum öll tengd stærri heild, lífsveiflukerfi sem stendur fyrir heildarorkunni innan oss. Afleiðingin er sú að við erum innbyrðis háð hvert öðru fyrir orku og fyrir lífinu. Þessi tenging þýðir að ákvarðanirnar sem við tökum í lífi okkar, þær hafa áhrif, líkamlega og orkulega, á alla umhverfis okkur. Þegar við tökum skrefið í að heila okkur sjálf, leggjum við til jákvæðar tilfinningar og orku í það kerfi; við heilum heiminn. Það er aðalmarkmiðið með þessu öllu saman. Því ættum við að vera opin/n fyrir því að heyra eitthvað alveg nýtt!