Það kemur fyrir að sú þreyta er fylgir í kjölfar veirusýkingar standi yfir í nokkrar vikur og jafnvel mánuði. Er það gerist verður sjúkdómsgreiningin jafnan erfiðari. Mælt er með að fólk fari í allsherjar blóðrannsókn. Í flestum tilfellum koma þau vel út og er þá hægt að gera greiningu á PVFS. Batahorfur á þessum sjúkleika eru almennt góðar og fólk nær fullum krafti á ný. Ástæða þessarar þreytu tengist framleiðslu „frjálsra rótttæklinga“ í líkamanum, sem svo mynda „svikasúrefnis-mólekúl“ sem festast í efnaskiptaferli líkamans og gerir það að verkum að hann nær ekki að veita nægu súrefni sem orsakar vöðvaþreytu og almenna þreytu. Líkaminn hefur sína eðlilegu hvata til að brjóta niður þessi „svikasúrefnismólekúl“ og getur uppbyggingarmeðferðin örvað framleiðslu hvatanna, þ.e. ef bætt er við almenna fæðið selenium, C og E-vítamíni, hráum gulrótum, magnesium og zink ásamt probiotic-meðferð (Myalgic Encephalomyelitis). Einnig er nauðsynlegt að fá nægilega hvíld um miðjan daginn og gera allar æfingar innan skynsamlegra marka. Fólki með PVFS hættir til að ofgera hlutunum um leið og það hefur náð sér, til að vinna upp tapaðan tíma sem leiðir til þess að bati dregst á langinn og þá getur andlegi þátturinn þyngst. Þreyta eftir vírussýkingu