Það er ýmislegt sem þú getur gert til sjálfshjálpar til að styrkja þig gegn sýkingum sem felst í því að halda flóru og fánu líkamans í jafnvægi. Alþekkt eru ákveðin vítamín sem má gúgla. Manuka–hunang og Ceylon–kanill er líka talið allra meina bót. Hvítlaukurinn og eplaedikið. Blóðhreinsidropar: Ólífulauf og Sólhattur. Hvað hómópatíuna varðar er fræðsla LA VITA almenn og því ekki tekin ábyrgð á inntöku af neinu tagi. Öðru máli gegnir um okkar sérhæfðu þjónustu sem er einstaklingsbundin. Þegar flensan er orðin faraldur má taka remedíuna Influenzinum fyrirbyggjandi t.d. eina inntöku vikulega en þegar hún er komin í nærumhverfið, á heimili eða vinnustað á betur við að taka eina inntöku annan hvern dag eða daglega. Um leið og einkenni finnast s.s. beinverkir og skjálfti koma aðrar remedíur til á fyrstu stigum s.s. Aconite, Oscillococcinum, Gelsemium, Eupatorium, Arsenicum og fleiri miðað við einkenni. Á síðari stigum eru valdar út frá einkennum remedíur eins og Hepar sulph, Bacilinum, Mercury o.fl. Þú getur fengið sérhæfða persónulega ráðgjöf með því að BÓKA TÍMA.