Legslímhimnuflakk –

Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum undanfarið um þennan sjúkdóm sem hrjáir allt of margar konur og er sagður versna með aldrinum. Engin lækning er sögð vera til við honum né heldur hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir. Þó er talið að lina megi einkennin t.d. með heildrænni nálgun á ýmsum sviðum. Skoðum það og hverslags sjúkdómur þetta er útfrá sjónarhóli hómópatans. Michael Carlston sem er læknir og hómópati í San Franscisco fullyrðir að hómópatískar remedíur séu mjög gagnlegar á frumstigi og miðstigum legslímhimnuflakks en ekki á síðari stigum vegna samgróninga og örvefja. Kanadíski lífeindafræðingurinn Hulda Clark segir flatorm/flögu vera til staðar í öllum tilfellum legslímhimnuflakks en lífshringur þess er í 6 stigum.

Vefur sem flakkar um

Þetta snýst um vefinn sem þekur legið að innan en í sumum konum vex hann utan legsins og það kallast sam-gróningar og algengustu svæðin fyrir þennan óeðlilega vöxt vefsins eru eggjastokkar, eggjaleiðarar og leg, einnig getur það vaxið í þörmunum, blöðrunni og jafnvel í endaþarmi. Vefurinn utan legsins hefur sömu viðbrögð og innan þess þ.e. hlýðir sömu hormónaviðbrögðum og blæðir mánaðarlega eins og sá sem er innan legsins. Sé vefurinn hinsvegar annarsstaðar en í leginu finnur blóðið sem hann framleiðir enga útrás út úr líkamanum. Þegar vefnum blæðir myndast blöðrur, separ og samgróningar og svæðið kringum samgróningana þykknar. – Ekki er vitað af hverju þetta stafar en ein kenning segir að um bakflæði sé að ræða meðan á blæðingum stendur og flæði inn í eggjaleiðarana og kviðinn þar sem það festist og vex. Leggöngin stíflast semsé. Önnur kenning segir að hluti af vefnum í leginu leiti upp í öllum konum og ónæmiskerfið eyði honum eins og skot og þær konur sem fá samgróninga hafa því ónæmiskerfi sem getur ekki eytt honum. Ein kenning segir frumurnar líkjast krabbafrumum án þess þó að vera krabbi. Svo er kenning um að um mismunandi tegundir fruma sé að ræða sem hafi fjölgað sér vegna genetískrar villu. Einkennin eru mismunandi allt frá því að vera erfiðar þungar blæðingar í ófrjósemi.

Hvað gæti hugsanlega linað einkennin?

LA VITA mælir með sérhæfðri meðferð fyrir hverja og eina konu, því engar tvær eru eins þótt þær hýsi sama sjúkdómsheiti. Remedíutegund og remedíustyrkleiki eru líka valin í samræmi við upplifun og reynslu hverrar konu. Margar remedíur koma til greina en algengastar eru: Lac.c, Thuja, Tub, Agnus Cactus, Pituitary, Hypothalamus, Folliculinum,  Carc,  Aurum mur, Fraxinus Americanus, Silica-Calc-Fluoride o.fl. o.fl.

Almennt er talið að eftirfarandi upptalning lini einkenni: Heit böð, hvíld, laus fatnaður, heitir bakstrar á kvið, forðast harðlífi, slökunaræfingar, róandi tónlist og öndunaræfingar, djúp öndun. BÓKAÐU TÍMA eða kynningarviðtal hjá okkur í LA VITA hér á síðunni til að fá frekari upplýsingar.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s