BPPV – kristallar í eyra

Þó nokkrir hafa kvartað um þetta í kjölfar undangenginna veirusýkinga. BPPV er vandamál í innra eyra, algengasta orsök svima sem er fölsk tilfinning um snúning eða hreyfingu. Orsökin er sú að örsmáir kalsíumkristallar losna og þetta er ekki vandamál fyrr en fólk skiptir um höfuðstöðu því þá færist kristallinn í neðsta hluta SCCS svo vökvinn þar flæðir og örvar 8. höfuðtaug sem er jafnvægistaugin og veldur svima og augnhoppi (nystagmus) og jafnvel ógleði og uppköstum. Ekki er ástæða til að óttast því draga má úr einkennum með ýmsum aðferðum t.d. Epley æfingum.

Aðalremedíurnar: Conium mac, Gels, Belladonna.

Conium mac: þegar svimi kemur við að snúa höfðinu til hliðanna. Snúningstilfinning í höfði og fólk reynir að halda höfðinu alveg kyrru. Svimi við að hrista höfuðið kallar líka á þessa remedíu. Svimi sem versnar við að snúa sér í rúminu eða við að beygja sig fram kallar líka á þessa remedíu. Fólki líður eins og rúmið sé á floti.

Gelsemium: þegar svimi kemur vegna skyndilegs höfuðsnúnings og jafnvægisleysi verður. Fólk skjögrar eins og það hafi orðið fyrir eitrun þegar það gengur um. Höfuðið er létt og stundum fylgir sjóntap og líka tilfinning eins og að þétt band sé á höfði fyrir ofan eyrun er líka einkenni remedíunnar.

Belladonna: Á við þegar svimi kemur við að snúa sér í rúminu og tilfinning um að allt snúist í hringi. Hausinn fyllist af blóði og eyrnasuð gæti fylgt með. Sviminn getur komið í kjölfar sláttarhöfuðverkjar og remedían á líka við í svima sem kemur við að fara á fætur að morgni.

Aðrar remedíur sem gagnast: Cocculus indica, Phosphorus, Bryonia, Aconite, Calc Carb.

BÓKAÐU TÍMA til að fá nánari upplýsingar og meðferð sniðna að þér.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s