Röddin dýrmæta

Margir kvarta yfir raddleysi í kjölfar vírussýkinga, röddin getur verið rám, hás og stundum hverfur hún bara. Remedíurnar Arg met og Arg nit geta gagnast þeim sem missa röddina. Orsökin getur verið álag, örmögnun og þreyta og þá þarf að takast á við það til að snúa dæminu við. Sé raddleysi af völdum vírussýkinga gagnast Causticum almennt best. Ef orsökin er sorg eða tilfinningar skal gefa remedíuna Ignatia í lágum styrkleika og endurtaka oft. – Það reynir á röddina hjá mörgum hvort sem þeir eru fagmenn á sínu sviði eða ekki. Arum Tryph verndar og styrkir raddböndin.  

Góð ráð LA VITA gegn bólgum: eru að eiga engiferrót í frysti því þá er hún svo fersk þegar hún er skröpuð í sjóðandi vatn eftir þörfum; bætir svo í þetta hvítlauk og sítrónu og/eða lime. Dreypir svo á þessu yfir daginn. – Eplaedik (náttúrulegt með móðurinni – fæst m.a. í Fjarðarkaupum) 1 msk. í 1 glas af vatni tvisvar á dag – mátt líka setja eplaedikið í sítrónu/engifer vatnið. Það er mikilvægt að passa upp á sýrubasajafnvægi líkamans. BÓKAÐU TÍMA og fáðu sérhæfða meðferð.

Áhrif veirusýkinga

Vírusar hafa áhrif á margt í líkamanum sem svo hefur áhrif á röddina. Hæsi þykir ekki stórmál svosem en þó gæti hér samt verið um langvarandi skaða að ræða eins og með önnur einkenni vírussins.

Lungnalæknirinn Dr. Khabbza segir að “allar sýkingar í efri öndunarvegi muni valda bólgu í efri öndunarvegi s.s. raddböndum. Barkabólga getur komið fram með hvaða veirum sem er. Kófid 19 tekur það þó skrefinu lengra því að veiran sjálf er bólguvaldur og gerir öll aukaeinkenni verri. „Þegar sýking í efri öndunarvegi hefur áhrif á lungun, eins og hér um ræðir, muntu hósta enn meira,“ segir Dr. Khabbza. „Þú ert nú þegar með bólgu í hálsi og raddböndum vegna sýkingarinnar og þá getur aukahósti sem kemur upp verið ansi kröftugur og erfiður. Sérstaklega getur hósti valdið bólgu í barkakýlinu sem hýsir raddböndin. Sú bólga hefur áhrif á sveigjanleika raddbandannna sem gerir þau stíf og bólgin og þá er minna um titring sem hefur áhrif á tónhæð og dýpt raddarinnar, valdið því að hún hljómar einkennilega, eða dofnar og endar í hvísli”. Dr. Khabbaza vísar líka í rannsókn sem kannaði hvernig Kófid 19 geti valdið skemmdum á vagustauginni sem aftur getur valdið langvarandi skemmdum á raddböndunum.

„Ef vagustaugin virkar ekki vel, virka raddböndin ekki eins og þau eiga að gera og geta verið lokuð þegar þau ættu að opna,“ segir hann. „Það getur líka valdið aukinni mæði-tilfinningu og hósta sem viðheldur þessari ertingarhringrás.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s