Nýrnaorkubrautin

Er „stjórnandi styrksins„. Hún hefur áhrif á beinin, beinmerginn og heilann, og styrkir þ.a.l. allan líkamsburð. Hún hefur stjórn á aðlögunarhæfni og orkubúi (varaforða), og gefur því allri líkamsvitundinni kraft og þol. Þess vegna segja fornklassískar bókmenntir: „Þegar nýrun eru sterk er líkaminn allur í góðum málum og skilningur dýpkar og vex.“ Orkuástand nýrnanna hefur áhrif á alla lífsþætti okkar frá fæðingu og áfram. Það er nauðsynlegt fyrir þroska, að viðhalda heilbrigði og til að fyrirbyggja öldrun.

Styrkur og varanleiki nýrnaorkunnar er mikilvægur fyrir almenna heilbrigði og fyrir kynorkuna. „Chih“ er viðeigandi nafn fyrir skylda hlið hins andlega, vegna samlíkingar orðsins sem notað er fyrir orku: „chi’h“. Allar orkubrautirnar flytja orku, en nýrun hafa því sérstæða hlutverki að gegna að stjórna orkuforðanum sem leyfir sveigjanleika í stöðugum breytingum og hringrás lífsins. „Nýrun innihalda kjarnann, (eðlið, undirstöðuna) segja fræðin. Þessi kjarni er „ching chí“ eða varaforði, sem má færa yfir til hvaða líffæris sem er, sé það í þörf, og sem hefur áhrif á magn mögulegrar kynorku. Einbeitingin er andleg útgáfa þessarar orku, sem gefur einstaklingnum styrk og persónuleikanum kraft, sem og líkamanum.

Mesta áskorun lífsins er sveigjanleiki gagnvart breytingum og að viðhalda homeostasis, eða jafnvægi líkamsvitundarinnar þrátt fyrir álag í daglegu lífi og umhverfi. Hans Selye sem rannsakar stress segir að það sé þessi  aðlögunarorka sem hjálpi okkur að stilla álag og að sú orka sé að einhverju leyti ólík varmaorkunni. Hann segir „Við getum ekki á nokkurn hátt, nokkurn tíma mælt aðlögunarhæfni, en það sýnist vera grunn (yfirborðsleg) orka sem er alltaf til staðar. (Heimild: The Joy of Feeling, þýðing JÁ með leyfi höfundar 1996).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s