Eldgosa-áhrif

Fólk hefur haft samband undanfarið vegna óþægilegra áhrifa eldgossins aðallega á öndunarfærin. Það kvartar undan óþægindum í öndunarfærum s.s. sviða og hósta og einnig sviða í augum og húð, þrýstingi í eyrum og höfuðverk. Talið er að um svipuð efni sé að ræða í andrúmsloftinu og síðast en þó talið að gasmengun sé ívið meiri nú. Hómópatar geta ávísað remedíu sem á við þessi einkenni með tilliti til einkenna og þeirra efna sem eru í umhverfinu og einnig sérvalið remedíu fyrir hvern og einn útfrá hans eðlislægu gerð. Greinin hér fyrir neðan birtist í gosinu í fyrra.

Hómópatía í eldgosi

Ekkert lát er á skjálftanum í Móður Jörð og örugglega margir sem upplifa ótta svo ekki sé minnst á dýrin sem skynja þetta allt á hárfína sviðinu (subtle energy). Vísbendingar um eldgos verða sterkari með degi hverjum og full ástæða til að „fyrirbyggja að allt verði í lagi“ eins og hún Bibba á Brávallagötunni sagði. Hér eru því góð ráð um remedíur sem hægt er að bryðja þar til yfir lýkur. Góð mantra samhliða að fara með er: Það verður allt í lagi! Remedíur sem gagnast vel við þessar aðstæður fyrir menn og dýr eru:

Aconite: ótti, skelfing og örvænting. Taka 200 c eða 10M ef ástand kemur skyndilega af miklum ákafa og manneskjan veit ekkert hvað hún á að gera eða fara en þetta ástand kemur af krafti og getur líka farið skyndilega. Hjartsláttur, þorsti, þurrkur, viðbrögð taugakerfisins: á ég að flýja, berjast eða hvað?

Arsenicum: Einkennum svipar til Aconite en eru ekki eins áköf. Ofboðslegur kvíði og eirðarleysi og þörf fyrir félagsskap. Óttast dauðann, sjúkdóma, að verða fyrir eitrun eða sýkingu og að vera ein. Angistinni svipar til þeirrar í Aconite. Aukin þörf í vatn sem drukkið er með hléum. Þessi remedía gagnast líka vel við hverslags eitrun í umhverfinu.

Arnica: Fyrsta remedía í allskonar meiðslum, áfalli, mari, blæðingum og viðkomandi. Lætur sem allt sé í lagi og vill enga aðstoð. Fólk sem hvílist illa, sefur illa og er því líkamlega undirlagt af þreytu.

Ignatia: Aðalremedían fyrir missi og sorg, brostnar vonir, vonbrigði, manneskjan andvarpar og á erfitt með andardrátt, kvíði.

Sulphur: Ástand sem verður eftir eldgos aðallega í húð og öndunarfærum, kláði, útbrot, versnar í hita og í heitu baði eða sturtu. Þessi remedía gagnast líka vel við hverslags eitrun í umhverfinu.

Vog: Remedíublanda af sulfur dioxide og öðrum gastegundum sem koma frá eldgosum og ver gegn slíku ástandi.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s