Slúður-saga

Amma segir aldrei neitt” heyrði ég eitt barnabarnið muldra í aftursætinu og mig setti hljóða! Þetta var bara alveg rétt – maður hefur vanið sig á að þegja og ekki vera að dæma það sem maður þekkir hvorki haus né sporð á auk þess sem Torkom Sardaryan sem ég ber ómælda virðingu fyrir segir slúður stífla æðarnar hægt og rólega. Við hreinsum líkamann, förum í föstur og svoleiðis, snúum okkur svo við og dæmum menn og málefni, oft harkalega án þess að þekkja nokkuð til. Ættum aðeins að gefa þessu gaum finnst þér ekki? Tengja?

Ég sótti námskeið í EFT og MRI til Englands hér um árið og einn þátttakenda sem var skurðlæknir sérfræðingur í ristilkrabbameinum hristi bara hausinn þegar fjallað var um kenningar Bruce Liptons um genin og frumuminnið. Sagði þetta vera algera fjarstæðu og rugl. Ég brosti bara og velti fyrir mér hvað hann væri yfirhöfuð að gera á þessu námskeiði sem snerist um orku, stíflur, breytingu minninga í formsviðinu o.s.frv. Samt var hann alveg indæll skilurðu. En algerlega stífur á meiningunni hvað þetta varðaði. En svo hélt hann áfram að banka skilurðu á orkupunktana í andlitinu og sagði: Jafnvel þótt ég sé stífur á meiningunni, þá er ég alveg frábær eins og ég er!!!!! Dásamlega líf. – Eigum við ekki bara að leyfa því að flæða, vera opin og sveigjanleg fyrir því sem við skiljum ekki. (JÁ)

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s