Síðsumarskvef

Sumarkvef – vetrarkvef – er einhver munur á þessu tvennu og ef svo er hver er hann? Já það er munur á þessu og þótt um lík einkenni sé að ræða geta orsakir verið ólíkar. Corona vírusar eru virkari á veturna og snemma á vorin og ráðast gjarnan á öndunarfærin. Rhino vírusar hinsvegar eru virkari snemm-sumars og síðsumars og þeir tengjast meira inn á ennis– og nefholur með nefrennsli, nefstíflu, hnerra og sárum hálsi. Það sem gerist varðandi sumarkvefið er að vírusarnir er valda vetrarkvefinu sameinast oft vírusunum sem orsaka sumarkvefið og er talið að það geri sumarkvefið þrálátara og erfiðara að eiga við. Remedíur sem eiga við eru Euphrasia, Kali Bic, Hydrastis, Pulsatilla, Allium Cepa, Hepar Sul, Hydrastis, Natrum Mur, Phosphorus, Pulsatilla, Sulphur. Nú er minnsta mál fyrir hvern og einn að gúgla þessar remedíur til að sjá fyrir hvað þær standa. Ferrum phos: vefjasalt sem flytur súrefni gagnlegt í hverslags bólgu- og hitaástandi og hverslags hringrásartruflunum. Hiti, verkir, roði, bólgur, sláttur og hraður púls. Gagnlegt á fyrsta stigi bráðasjúkdóma, almennu kvefi, bronkítis, öndunarfærasýkingum, bráða gigtarverkjum o.fl.

Kali sulph: Þetta salt flytur súrefni, er nauðsynlegt fyrir húðina og slímhimnur. Það er notað á síðari stigum sýkingar. Mjög góð húðremedía. Mjög gott fyrir börn með slæman hósta, kíghósta og barna-astma. Stingandi verkir t.d. gigtarverkir. Fólk er þorstlátt og hættir til blóðleysis og yfirliða. Andlega: pirringur, ofvirkur hugur og depurð.

LA VITA hvetur fólk til að efla ónæmiskerfið sitt á þessum tíma um miðjan ágúst með þeim hætti sem hverjum og einum best hentar. Allskyns kvillar stinga sér niður þegar ungir sem aldnir hópast inn í skólana. Aðferðirnar eru margar, heildræn hómópatísk meðferð er ein góð leið. Frekari upplýsingar um hvernig styrkja má ónæmiskerfið fáiði með því að BÓKA TÍMA.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s