Kínversku fræðin síðsumar og haust

Síðsumar: Í ágúst fer orkan að minnka og fara niður á við og safnast í grænmeti sem vex ofaná jörðinni, eins allt kringlótt grænmeti og eru t.d. grasker og rófur virkilega gott fyrir líffærin sem tengjast þessari orku þ.e. magi, milta og bris.

Bragðið: er sætt eins og af öllu kálmeti og áðurnefndu kringlóttu ofanjarðar grænmeti. Litur: Gulur og appelsínugulur. Hráefni: korntegundin sem slær á sýrur er m.a. hirsi sem inniheldur þessa orku og er verið að uppskera á þessum tíma. Fínt að nota hirsi í aðalrétti með sætu grænmeti, eins má búa til buff og nota hirsi í grauta. Góður morgunverður er að nota hirsi í morgungraut, mjög gjarnan með agave sírópi eða þurrkuðum ávöxtum út í, þannig að líkaminn fái strax góðan sykur sem kemur í veg fyrir blóðsykursflökt. Þurrkaðir ávextir eiga rétt á sér núna og eru góðir út af sæta bragðinu.

Matreiðsluaðferðir: Nú þarf líkaminn að búa sig undir haustkuldann með því að fara úr miklu hrámeti –  ávöxtum og söfum yfir í
meiri suðu, baka í ofni, nota meira þang í matinn eins og í súpur. Notið endilega fjallagrös í te og bakstur og m.a. drekka kamillute sem róar
magann, morgunfrú í te og er fallegt að setja blómið sem skraut á mat, appelsínugul blöðin eru ekta síðsumarorka. Jörðin kaffitíminn vill sætt, magi milta og bris nærir þessi líffæri, þurrkaðir ávextir, sætt grænmeti, kringlótt grænkál, hvítkál, graskerssúpur bakað grasker
og korntegundin er hirsi, fá sér hirsigraut og hirsiflögur of háar sýrur og slær á það – fólk með of háar sýrur fær sér eitthvað kalt að
drekka sem slær á og hækkar sýrurnar –  gera graut setja rúsínur og epli út í til að slá á þessa orku. Plóma frá Japan sem heitir Umebosi
er mjög góð (sýran). Hráfæði. Calendula í te: Samandragandi orka. Það sem gefur okkur jafnvægi eigum við að borða. Værum við í Portúgal
gætum við t.d. borðað þar sex appelsínur yfir daginn án vandkvæða en ef við borðuðum sex appelsínur frá Portúgal hér heima gæti það farið beint út í liðina. Svo finna þarf jafnvægið í þessu.

Haustið – kvöldtíminn: Haustorkunni er líkt við málm, hún er svo þétt. Á þessum tíma er verið að uppskera allt rótargrænmetið sem á að
geymast yfir veturinn eins og lauk – gulrætur – kínaradísu-rófur. Þarna safnast saman orkan frá spírun að vori, hröðum vexti yfir sumarið og næringarforða sem sest í ræturnar síðsumars. Þessari orku tengjast lungu og ristill, sem styrkjast mest á harðgerðum mat sem þarf að tyggja mjög vel (það þarf alltaf að tyggja vel). Notið rótargrænmeti sem verið er að taka upp á þessum árstíma. Bragðið: Kryddað eins og laukur – púrru – hvítlaukur – hreðkur og engifer. Á þessum árstíma er hugað að því að varðveita grænmetið til vetrarins og er m.a. gert með salti eins og súrkál og mjólkursýrt grænmetei sem er eðlilegra en að kaupa mjólkursýrugerla og taka. Forfeður okkar kunnu þá list að súrsa og geyma til vetrarins, til dæmis voru börn látin tína helling af berjum sem voru geymd í skyri og höfð útá grauta yfir veturinn. Við höfum hoppað yfir þennan kafla og erum þarafleiðandi oft með sveppi í kerfinu vegna þess að okkur vantar þessa sýrugerla úr matnum. Litur: Hvítur. Matreiðsluaðferðir: Nú er komið kalt og rakt haust og þarf að hita upp líffærin til að viðhalda hita í líkamanum og forðast kvef og annað.
Nú er gott að nota meira af steinefnaríku þangi, baka í ofni, langsoðið grænmeti gjarnan með þangi steikja í lítilli olíu. Þ.e. grænmeti og annnað er svitað en ekki harðsteikt. Minnka hrásalötin en kornsalöt eru mjög fín. Hráefni: Hrísgrjón eru talin styrkja lungu og ristil eins
Quinoa. Te úr fjallagrösum, gullhrís, engifer og hita upp líkamann með því að fara í fótabað með engifer út í. Gott er að leggja fjallagrös í bleyti þannig að þau linist örlítið, kreista af þeim vatnið og leggja í krukku með hunangi og þetta er ein besta hóstamixtúra sem um getur. Þarf helst að samlagast í allavega 2-3 mánuði. Málmur, haustið, kvöldtíminn, kryddaður matur – hvítlaukur, púrra, engifer og kínaradísa best til að hreinsa lungu og ristil – hrísgrjón mikið soðin er eitthvað sem flestallir þola og er mjög hreinsandi, bygg og hafrar smyrja vel
innan þarmana. Jákvæðni, svartsýni, hryggur, hvítt. Gulrætur og rófur, kartöflur ekki æskilegar, öflug orka þær vaxa á næturnar en í lagi að borða kartöflur með grænmeti og baunum en ekki með kjöti. Gulrótina skal skera á ská eða endilega ekki þvert á það klippir orkuna.
Laukinn líka skal skera niður í hálfmána – rafsegulsvið jarðar og himins orka sem myndar ræturnar. Ekki slíta orkuflæðið í sundur, vatnið
hringsnýst réttsælis í vaskinum
þvoið grænmetið réttsælis og hrærið réttsælis í pottunum, blómkál, spergilkál o.fl. notið stilkinn sem er fullur af steinefnum, þvoið bara vel, súrefnisflutningur mikill þarna grænu topparnir á steinseljunni. Þang og söl á að nota yfir vetrartímann til að hreinsa líkamann. Efri part og neðri part er gott að hafa og þetta er orkuspursmál. Gott er að hafa rætur á lauknum.

(Heimild: Þuríður Hermannsdóttir heitin, hómópati og fæðuráðgjafi hélt fyrirlestur hjá Organon, fagfélagi hómópata fyrir u.þ.b. tveim áratugum og gaf  góðfúslegt leyfi til birtingar þegar það ætti við). 

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s