Ekki er algengt að sjá einkenni Alzheimers í fólki yngra en 65 ára segir í rannsókn frá Mayo Clinic eða kannski hjá um 5%. Snemma á árinu 2019 samþykkti bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið að ísraelska læknatækni-fyrirtækið Insightec myndi prófa í samvinnu við WVU hópinn nýstárlega meðferð í meðhöndlun Alzheimers á byrjunarstigi. Notaðar eru hljóðbylgjur( ultrasound) og skýrðu vísindamenn við heilbrigðisvísindamiðstöðina í Sunnybrook í Toronto frá niðurstöðum öryggisrannsóknar á stigi I sem sýndu að þeir gætu opnað blóð–heilaþröskuldinn hjá sjúklingum með Alzheimer. Ómbylgjunum er beitt á nákvæman stað í heilanum ásamt smásjárbólum og við mismunandi tíðni á loftbólurnar fara þær að sveiflast og þá opnast blóð-heilaþröskuld-urinn sem er næstum órjúfanlegur skjöldur milli heilaæðanna og frumna sem mynda heilavefinn. Miðað var á hippocampus og þá staði þar sem próteinskellur safnast upp og hindra heilatengsl. Fyrsta manneskjan sem undirgekkst þessa prófun er heilbrigðisstarfsmaður með byrjunareinkenni Alzheimers og sagði mikilvægt að geta stigið fram og horft inn í framtíðina – hún undirgekkst aðgerðina sem stóð yfir í þrjár klukkustundir og náði að opna blóð-heilaþröskuldinn og hreinsa próteinskellurnar.
(JÁ þýddi – WVU: Rockefeller Vísindastofnunin=fyrsta vefsetrið í Bandaríkjunum fyrir þessa rannsókn).