Fyrir margt löngu eða árið 2011 þýddi ég grein og birti á vefsíðunni, um þær stórfelldu breytingar sem Jarðarbúar ganga í gegnum og möguleikana sem í þeim felast; þar sem talið var að stærstu og fjölbreyttustu möguleikarnir yrðu á sviði lækninga þ.e. orkulækninga.
Það sama ár gaf Price Waterhouse Coopers út þessa yfirlýsingu: „Hefðbundinni læknisfræði er að mistakast, jafnvel í fullkomnustu ríkjum heims.“
Árið 2016 lýsti New York Times því yfir að læknamistök væru þriðja helsta dánarorsökin.
Stuttu eftir það kom í ljós að fjórða helsta dánarorsökin voru lyfjafyrirtæki – og þá vegna rétt ávísaðra lyfja.
Og nú í kjölfar heimsfaraldurs eru augljós áhrifin á hagkerfið, heilbrigðiskerfið og almennt heilsufar. Ef það kallar ekki á að við kveikjum á perunni þá er okkur ekki við bjargandi. En ég ætla að hafa trú á að við kveikjum á perunni og hefjumst handa – á jákvæðan, uppbyggjandi hátt með það að markmiði að gera okkar besta.
Aukin ásókn í orkumeðferðir kallar á fleiri vel menntaða meðferðaraðila sem geta gert nákvæmar mælingar á orkusviðinu til að gera fólki kleift að ákvarða hvers konar heilsustuðning það þarfnast líkamlega, andlega, næringarlega, og einnig hvaða meðferðaraðilar geta veitt slíkan stuðning.
Það sem við þurfum að horfa á sérstaklega eru tilfinningalegir streituvaldar og viðhorfin okkar s.s. hvernig við erum forrituð.
Við þurfum að skoða næringuna, einnig hvort óþolsþættir séu til staðar og þá hvaða og leiðir til ráða.
Tann– og munnheilsa er ákaflega mikilvæg því eitruðu bakteríurnar í rótargöngunum og tannholdi geta valdið langvinnum sjúkdómum.
Við þurfum að skoða sýkla og eiturefni innan líkama sem utan.
Við skoðum áhættuþætti, erfðafræði, andlega þætti, viðkvæmni okkar og veikleika og finnum lausnir til ráða.
Við förum með bílana okkar á verkstæði og látum meta þá í tölvugreiningartækjum. Látum svo gera við þá fyrir oft á tíðum stórar upphæðir. Sams konar greiningar eru í boði í dag fyrir mannfólkið en margir eru efins og hikandi við að fjárfesta í sjálfu sér. Þrátt fyrir að varahlutir í manninn séu ekki á pari við þá sem fást í bílinn. En þá er að hrista upp í viðhorfunum, forritinu öllu heldur og skipta um skoðun! Setja sjálfan sig líf og heilsu í forgang. Það ætla ég að gera og trúi því að þú munir gera það líka.
(Höfundur: Jóna Ágústa).