Aconite napellus – örkynning

Er mest notuð sem fyrsta remedía í atburðum sem gerast skyndilega og sérstaklega ef þeim fylgir panik, skelfing, dauðaótti, eirðarleysi.

Aconite er eins og stormur, sem gengur skyndilega yfir. Litla barnið leikur sér úti í góða veðrinu en allt í einu lækkar hitastigið, barnið er önnum kafið við að leika sér, tekur ekki eftir að það hefur kólnað fyrr en eftir tvo tíma að það er allt í einu  að drepast úr kulda. Fer í rúmið og byrjar að titra og skjálfa,  hrætt, ofboðslega eirðarlaust, hár hiti,  þurr hás geltandi hósti, gerist af miklum krafti. Það sem er augljóst varðandi Aconite er þetta mikla eirðarleysi, þessi mikli ótti, hár hiti, erfitt að anda. Svo kraftmiklir og svo ofboðslegir verkir. >í kulda, að verða kalt, í raka. Líkaminn er þurr og heitur, <í  þurrk.  Það sem sérstaklega einkennir Aconite er að fólk vill hafa raka.  Fæstir vilja hafa raka nema orkumikið fólk sem þolir ekki mikinn hita, vill fremur rakann. Aconite-persónan er sterk, verður sjaldan veik, en ef hún verður það, verður hún mjög hrædd við veikindin. Þjáist, er að deyja. Þetta var ágætt líf, dregur niður gardínurnar, en nú er það búið og ég kveð sáttur! Týpísk Aconite manneskja. (< þýðir verra og > þýðir betra).

Stúlka sem var algerlega lömuð af ótta við að fara á skíði tók Aconite og skelfingin hvarf fljótt. Skyndilegur hjartsláttur. Þú panikast, getur ekki andað. Hef ekki verið góð síðan í slysinu. Segjum að eitthvað komi upp sem minnir á það sem gerðist fyrir mörgum árum og þú færð sjokk. Það er Aconite. Annars eru margar sjokkremedíur til.  Sumir taka Aconite áður en þeir fara í flugvél. Af hverju, af því að þeir eru innilokaðir, komast ekki út. Hafa enga stjórn. Aconite er gefin í upphafi sjúkdóma. Ofboðslegt panik, sjokk. Í byrjun flensu, skyndilegur hósti, einkennir það sem gerist skyndilega. Bráðahjartatilfelli. (Samantekt: JÁ).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s