Blómadropar Bachs

Edward Bach (1886-1936) var breskur læknir og hómópati, vel þekktur á sviði ónæmis- og bakteríufræða. Þrátt fyrir sigra hans á sviði læknisfræðinnar var hann ekki ánægður, hann sagði alltaf að það væri samband á milli andlegs ástands og líkamlegra veikinda. Hann sagði ávallt: „Meðhöndlið manneskjuna, ekki sjúkdóminn.

Einkennin, sem brutust út í líkamanum, sagði hann vera af völdum neikvæðra tilfinninga, svo sem sorgar, hræðslu, ótta, reiði, óþolinmæði og leiða, svo eitthvað sé nefnt. Að nota blómadropa í nuddi er að verða æ algengara, og er það vel.   

Þau sem þekkja blómadropa vita að þeir eru algjörlega örugg og skaðlaus leið að aukinni vellíðan, þeir hafa verið til síðan um 1930, en þá þróaði Dr. Edward Bach 38 mismunandi dropa, sem gagnast vel við hverskonar andlegum erfiðleikum. Nú eru blómadropar notaðir um allan heim í margskonar tilgangi og sem viðbót við önnur úrræði til að heila hug, líkama og sál.

Í þessari grein er eingöngu fjallað um dropa sem gagnast í nuddinu sjálfu, sem er þó frekar erfitt þar sem alltaf þarf að skoða einstaklinginn því engir tveir eru eins. Það eru engir „One Size fits all“ dropar til.  Þegar eitthvað bjátar á, bregðumst við  misjafnlega við; sumir fara í afneitun, aðrir fyllast gremju, reiðast eða verða hræddir. Ef nota á blómadropa er alltaf byrjað á að reyna að finna hvaða tilfinning er sterkust.  Við getum líka skoðað þetta út frá Lauk-samlíkingunni. En hún gengur út frá því að við séum eins og laukur með mörg lög og þegar ysta lagið er farið, kemur annnað í ljós og þannig koll af kolli þar til komið er að kjarnanum. Margir nuddarar nota dropana til að fá nuddþegann til að slaka á áður en nuddið hefst. – Einnig er hægt að nota dropana til að nálgast tilfinninguna sem getur valdið líkamlegu ástandi.

Dr. Daniele Lo Rito höfundur Bach Flower Massage, segir húðina  geyma  tilfinningalega tengdar minningar. Hann er ítalskur læknir, sem varð svo hugfanginn af notkun blómadropa að hann hætti sem slíkur og vinnur nú eingöngu með skjólstæðingum sínum með því að nota blómadropa útvortis í nuddi. Hann segir:  „Ég er alltaf jafn undrandi á því hvað blómadroparnir geta komið á óvart í minni vinnu. Það er stórmerkilegt að sjá andlegar og líkamlegar breytingar sem verða jafnvel eftir mjög stutta og létta snertingu húðarinnar. Oft getur dugað að setja blómadropa eingöngu á húðina og magakrampi, höfuðverkur eða vöðvakrampi hverfa. Jafnvel hafa skjólstæðingar haft á orði að spennan eða innra ójafnvægið sem þeir þjáðust af, sé horfið. Samt rétt kom ég við þá með blómadropum.“

Nokkrir af algengustu dropum til að nota í nuddi eru:

Star of Bethlehem: notaður ef um áfall er að ræða, mjög góður á ör og gömul meiðsl.

Holly: mjög góður yfir hjarta-svæðið, heilar afbrýðisemi, öfund, reiði spennu og aðrar tilfinningar sem trufla kærleiksflæðið. Holly blandast vel með Borage.

Borage: sérstaklega góður fyrir hjartasvæðið, losar um sorg og aðrar tilfinningar sem íþyngja hjartanu.

Agrimony: góður á kjálkaspennu, fyrir þá sem halda alltaf andlitinu, sama á hverju gengur.

Arnica: Áföll og tráma, sérstaklega þegar meiðsl og  áföll sitja enn í líkamanum.

Olive: endurnýjar kraftana, þegar um mikla þreytu er að ræða.

Dandelion: losar mjög vel um alla vöðvaspennu.

Crab-apple: hreinsandi, sérstaklega notaður útvortis, eða blandaður með Self-Heal og settur í krem fyrir þá, sem eru óánægðir með líkamlegt útlit, eða þegar í líkamanum eru óhreinindi, sem brjótast út í húðinni.

Yerba Santa: losar tilfinningaspennu, sem geymd er í brjóstinu og veldur oft öndunarerfiðleikum og einkennum frá öndunarvegi.

Þetta er aðeins lítill hluti mikils úrvals blómadropa sem nú eru fáanlegir og má nota þá alla, það er um að gera að nota innsæið og prófa sig áfram. Einnig bendi ég á að á netinu er mikill fróðleikur um blómadropa.  Hér eru nokkrir tenglar sem áhugasamir hefðu kannski gagn af að skoða:

www.flowersociety.orgwww.flowereccencemagazine.com, www.healing-herbs.co.uk, www.sanfte-therapien.de/english/newbach.htm (JÁ tók saman).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s