Breytingaskeið karla

Minna fer fyrir umræðu um breytingaskeið karla en auðvitað ganga þeir í gegnum það eins og konurnar. Algeng einkenni þeirra eru m.a. depurð og pirringur, minnkandi kyngeta, ristruflanir og blöðruhálsvandi. Þeirra skeið spannar lengri tíma og er um margt ólíkt skeiði kvenna. Það er einstaklingsbundið hversu erfitt það er fyrir bæði kynin og hversu lengi … Halda áfram að lesa: Breytingaskeið karla

Lífið og þroskaferlið

Það getur verið vandlifað í þjóðfélagi, þar sem æskan er dýrkuð og öllum ráðum beitt til að halda sér unglegum sem lengst. Að eldast krefst breytinga, kjarks og þroska og eftir því sem skilningur okkar á þeim breytingum, sem framundan eru, er meiri, þeim mun auðveldari verða breytingarnar sjálfar. Ef konan er við góða heilsu, þegar til breytinga-skeiðsins kemur, er … Halda áfram að lesa: Lífið og þroskaferlið

Lífskrafturinn og hómópatían

Hómópatía, stundum kölluð smáskammtalækningar, á það sameiginlegt með flestum óhefðbundnum meðferðarformum að líta svo á, að upphaf veikinda megi rekja til ójafnvægis í lífsorkunni. Líkaminn er í eðli sínu fær um að lækna sig sjálfur. Hæfileikinn til sjálfsheilunar kemur frá orkulind, sem við köllum lífskraftinn, öðru nafni vital force, lebens kraft, chi eða prana, allt … Halda áfram að lesa: Lífskrafturinn og hómópatían

Inflúensufaraldur

Það er margt sem veikir ónæmiskerfið s.s. slæmar fréttir, slys, áfall, ótti, álag, streita, ferðalög og neikvæðar hugsanir. Margir eru ofsahræddir við að fá flensu, kvefpestir og aðrar alvarlegri sýkingar og full ástæða til að kynna sér leiðbeiningar sem gefnar eru út t.d. af landlæknisembættinu um hreinlæti og lífsstíl til þess að forðast smit. Almenna … Halda áfram að lesa: Inflúensufaraldur

Árstíðaskiptin og ónæmiskerfið

Sumir finna fyrir því að ónæmisvörnin minnkar á vissum tímum ársins, aðrir finna fyrir því á árstíðaskiptum en þá erum við útsettari fyrir allskyns kvillum. Sumir fá alltaf bronkítis í febrúar, aðrir í ágúst og svona mætti lengi telja. Eins er með börnin að þau eru móttækilegri þegar skóli hefst eftir sumar- og jólafrí. Þá … Halda áfram að lesa: Árstíðaskiptin og ónæmiskerfið

Vefjasöltin tólf

Það sem jarðvegurinn er plöntunni er blóðið manninum. Það er kunn staðreynd að snefilefnasnauður jarðvegur gefur af sér veiklaðar plöntur og á sama hátt er sá maður ekki heill sem hefur í æðum sér snefilefnasnautt blóð. Með því að bæta jarðveg plöntunnar nær hún að þrífast vel og það sama á við um blóðið mannsins … Halda áfram að lesa: Vefjasöltin tólf

Miðlífskrísa

UM FIMMTUGT gæti þig verið farið að gruna að þú sért að eldast þótt þú hafir gert þitt besta til að halda heilsu. Fyrir marga einstaklinga á milli fimmtugs og sextugs er þetta uppskerutímabil og breytingaskeið, við lítum til baka á sorgir og sigra og framá við á nýjar áskoranir og verkefni lífsins. Sumir fagna … Halda áfram að lesa: Miðlífskrísa

Þjálfun ónæmiskerfisins

Hvað styrkir það og hvernig má þjálfa það? Vægt kvef t.d. þjálfar ónæmiskerfið. Slökun eykur framleiðslu á T-frumum sem ráðast gegn sýklum. Náttúrulegir sársaukadeyfar sem heilinn framleiðir við líkamlegt erfiði geta stýrt líka og það er endorfín sem örvar T-frumurnar og aðrar varnarfrumur. Líkamsæfingar örva hóstarkirtilinn sem umbreytir eitilfrumum blóðsins í T-frumur. Líkamsþjálfun sem hækkar … Halda áfram að lesa: Þjálfun ónæmiskerfisins

Breytingaskeiðið

Fyrstu einkennin eru óreglulegar blæðingar. Í kjölfarið koma svo hitakóf og nætursviti, þurrkur í leggöngum, ósjálfráð þvaglát, liðverkir, svefntruflanir, pirringur og depurð. Þessu fylgir bæði tilfinningalegt og líkamlegt uppgjör og og miklu skiptir að koma jafnvægi á tilfinningarnar og styrkja líkamann, þ.á m. innkirtlakerfið, til að komast í gegnum breytingarnar. Engar tvær konur eru eins. … Halda áfram að lesa: Breytingaskeiðið