Bit og stungur

Jæja ekki seinna vænna að fríska upp á minnið til að verjast flugnabitum og annarri álíka óværu. Og hefst þá lesturinn: Á ferðalaginu er gott að vera við öllu búinn, ekki síst varðandi lúsmýið; að hafa með sér úðabrúsa sem inniheldur 2-4 olíur saman s.s.: sítrónuolíu, tea-tree, lavender og lemongrass og úða á sig og … Halda áfram að lesa: Bit og stungur

Aconite napellus – örkynning

Er mest notuð sem fyrsta remedía í atburðum sem gerast skyndilega og sérstaklega ef þeim fylgir panik, skelfing, dauðaótti, eirðarleysi. Aconite er eins og stormur, sem gengur skyndilega yfir. Litla barnið leikur sér úti í góða veðrinu en allt í einu lækkar hitastigið, barnið er önnum kafið við að leika sér, tekur ekki eftir að … Halda áfram að lesa: Aconite napellus – örkynning

Blómadropar Bachs

Edward Bach (1886-1936) var breskur læknir og hómópati, vel þekktur á sviði ónæmis- og bakteríufræða. Þrátt fyrir sigra hans á sviði læknisfræðinnar var hann ekki ánægður, hann sagði alltaf að það væri samband á milli andlegs ástands og líkamlegra veikinda. Hann sagði ávallt: „Meðhöndlið manneskjuna, ekki sjúkdóminn.“ Einkennin, sem brutust út í líkamanum, sagði hann … Halda áfram að lesa: Blómadropar Bachs

Flensan mætt

HÓMÓPATÍAN á svar við henni sem öðrum kvillum svo það er tímabært að hefja inntökur til að styrkja sig gegn henni. Það á við þegar flensan er komin til landsins. Inntaka breytist svo þegar flensan er komin á vinnustaðinn og heimilið. Inntaka breytist enn aftur þegar þú finnur fyrir einkennum. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Svarið … Halda áfram að lesa: Flensan mætt

Síðsumarskvef

Sumarkvef – vetrarkvef – er einhver munur á þessu tvennu og ef svo er hver er hann? Já það er munur á þessu og þótt um lík einkenni sé að ræða geta orsakir verið ólíkar. Corona vírusar eru virkari á veturna og snemma á vorin og ráðast gjarnan á öndunarfærin. Rhino vírusar hinsvegar eru virkari … Halda áfram að lesa: Síðsumarskvef

Það er þetta sállíkamlega

Það er ekki bakið sem meiðir þig heldur byrðin. Þú ert ekki með augnverk þú þolir bara ekki óréttlæti. Þú ert ekki með verk í höfðinu heldur í hugsunum þínum. Ekki í hálsinum heldur það sem þú tjáir ekki eða það sem þú segir í reiði. Það er ekki maginn sem finnur til heldur það … Halda áfram að lesa: Það er þetta sállíkamlega

Eldgosa-áhrif

Fólk hefur haft samband undanfarið vegna óþægilegra áhrifa eldgossins aðallega á öndunarfærin. Það kvartar undan óþægindum í öndunarfærum s.s. sviða og hósta og einnig sviða í augum og húð, þrýstingi í eyrum og höfuðverk. Talið er að um svipuð efni sé að ræða í andrúmsloftinu og síðast en þó talið að gasmengun sé ívið meiri … Halda áfram að lesa: Eldgosa-áhrif

Röddin dýrmæta

Margir kvarta yfir raddleysi í kjölfar vírussýkinga, röddin getur verið rám, hás og stundum hverfur hún bara. Remedíurnar Arg met og Arg nit geta gagnast þeim sem missa röddina. Orsökin getur verið álag, örmögnun og þreyta og þá þarf að takast á við það til að snúa dæminu við. Sé raddleysi af völdum vírussýkinga gagnast … Halda áfram að lesa: Röddin dýrmæta

Þungar blæðingar – hormónarugl

STÓR HÓPUR KVENNA hér á landi og víðar kvartar yfir hormónarugli af ýmsu tagi eftir bólusetningu gegn Covid-19 og veldur t.a.m. breytingum á tíðahring, miklum blæðingum sem dregur úr þeim allan mátt og svo mætti lengi telja. Ein segir frá því að líkami hennar sé að hrynja þrátt fyrir vítamíninntökur alla daga. Hún hvetur konur … Halda áfram að lesa: Þungar blæðingar – hormónarugl

BPPV – kristallar í eyra

Þó nokkrir hafa kvartað um þetta í kjölfar undangenginna veirusýkinga. BPPV er vandamál í innra eyra, algengasta orsök svima sem er fölsk tilfinning um snúning eða hreyfingu. Orsökin er sú að örsmáir kalsíumkristallar losna og þetta er ekki vandamál fyrr en fólk skiptir um höfuðstöðu því þá færist kristallinn í neðsta hluta SCCS svo vökvinn … Halda áfram að lesa: BPPV – kristallar í eyra