Ófrjósemi

Er vaxandi vandamál og margir þættir sem geta legið að baki. Þá eru líka margir þættir sem geta eflt frjósemi og því nauðsynlegt að ætla að meðferðirnar séu líka fjölbreytilegar. Náttúrulegar leiðir hafa miklu meira að bjóða pörum sem hafa farið með glans í gegnum öll próf en ná samt ekki að festa fóstur en … Halda áfram að lesa: Ófrjósemi

Breytingaskeiðið

eftir Dagmar J. Eiríksdóttur og Jónu Ágústu Ragnheiðardóttur Það má líta á breytingar frá tveimur sjónarhólum; annars vegar sem ógnun og hins vegar sem ögrun. Ef við verjumst breytingunum og afneitum þeim, er líklegt að við sóum mikilvægri orku og stöndum uppi andlega, líkamlega og tilfinningalega tæmd. Í kjölfar þess fylgja oft vandamál eins og … Halda áfram að lesa: Breytingaskeiðið

Lífskrafturinn og hómópatían

Hómópatía, stundum kölluð smáskammtalækningar, á það sameiginlegt með flestum óhefðbundnum meðferðarformum að líta svo á, að upphaf veikinda megi rekja til ójafnvægis í lífsorkunni. Líkaminn er í eðli sínu fær um að lækna sig sjálfur. Hæfileikinn til sjálfsheilunar kemur frá orkulind, sem við köllum lífskraftinn, öðru nafni vital force, lebens kraft, chi eða prana, allt … Halda áfram að lesa: Lífskrafturinn og hómópatían

Inflúensufaraldur

Það er margt sem veikir ónæmiskerfið s.s. slæmar fréttir, slys, áfall, ótti, álag, streita, ferðalög og neikvæðar hugsanir. Margir eru ofsahræddir við að fá flensu, kvefpestir og aðrar alvarlegri sýkingar og full ástæða til að kynna sér leiðbeiningar sem gefnar eru út t.d. af landlæknisembættinu um hreinlæti og lífsstíl til þess að forðast smit. Almenna … Halda áfram að lesa: Inflúensufaraldur

Árstíðaskiptin og ónæmiskerfið

Sumir finna fyrir því að ónæmisvörnin minnkar á vissum tímum ársins, aðrir finna fyrir því á árstíðaskiptum en þá erum við útsettari fyrir allskyns kvillum. Sumir fá alltaf bronkítis í febrúar, aðrir í ágúst og svona mætti lengi telja. Eins er með börnin að þau eru móttækilegri þegar skóli hefst eftir sumar- og jólafrí. Þá … Halda áfram að lesa: Árstíðaskiptin og ónæmiskerfið

Hómópatinn Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson hómópati fæddist 2. maí 1843 á Fossá og lést 23. júní 1926 í Lambhúsum á Akranesi. Ólafur B. Björnsson ritaði árið 1943 grein í blað sitt Akranes sem hann nefndi: "Sigurður hómópati - aldarminning" þar sem segir m.a. “Ekki er það efamál að Sigurður hefur verið vel gefinn til sálar og líkama, ekki … Halda áfram að lesa: Hómópatinn Sigurður Jónsson

Breytingaskeið – meðferðir

Hómópatískar remedíur draga úr einkennum og henta öllum en auðvitað sérstaklega þeim sem ekki geta notað hormóna t.d. vegna sjúkdóma. Þær draga úr aukaverkunum. Í fyrsta tímanum þínum förum við yfir heilsufarssöguna; líkamleg, huglæg og tilfinningaleg einkenni; hvað þú getur sjálf gert til að létta þér lífið svosem varðandi mataræði og lífsstíl. Hómpatía og lífsveiflumeðferð … Halda áfram að lesa: Breytingaskeið – meðferðir

Vefjasöltin tólf

Það sem jarðvegurinn er plöntunni er blóðið manninum. Það er kunn staðreynd að snefilefnasnauður jarðvegur gefur af sér veiklaðar plöntur og á sama hátt er sá maður ekki heill sem hefur í æðum sér snefilefnasnautt blóð. Með því að bæta jarðveg plöntunnar nær hún að þrífast vel og það sama á við um blóðið mannsins … Halda áfram að lesa: Vefjasöltin tólf

NÚTÍMA – orkuaukandi TÆKNI –

Hómópatía er svokölluð orkuaukandi tækni. Hún hefur ekki notið sannmælis vísinda-manna í nútíma læknisfræði fyrir það að í remedíuupplausninni sé ekkert efni en það er ekki efnið sjálft sem gerir gagnið heldur eru það rafrænu áhrif upplausnarinnar. Virkni hómópatískra remedía er ekki hægt að sanna á efnissviðinu eingöngu. Um tíðni er að ræða, upplýsingar með … Halda áfram að lesa: NÚTÍMA – orkuaukandi TÆKNI –

Beinbrot – hvað býr að baki?

Beinbrot hefur alltaf með það að gera að skapa frí milli eðlilegra hreyfinga og virkni - við þurfum að hvílast. Í þessari hvíld sem þröngvuð er upp á fólk og oft í þögn koma fram ný viðhorf eða stilling – brotið sýnir greinilega vaxandi þörf til að færa einhverja þróun áfram; að leiða til lykta … Halda áfram að lesa: Beinbrot – hvað býr að baki?