Margt kröftugt fólk hefur verið óvinnufært og haft allavega vandamál eftir þennan kórónu heimsfaraldur: síþreyta er algeng og líkamlega orkan almennt minni, verkir og þreyta við hreyfingu. Margir kvarta yfir mæði. Andlega er kvartað yfir einbeitingarleysi, heilaþoku og kvíða. Við þekkjum þetta síþreytu-ástand í kjölfar veirusýkinga sem verður vegna niðurbrots í líffærakerfunum en ef það … Halda áfram að lesa: Hómópatía eftir heimsfaraldur
Greinar
Hómópatía gegn inflúensu
Það er ýmislegt sem þú getur gert til sjálfshjálpar til að styrkja þig gegn sýkingum sem felst í því að halda flóru og fánu líkamans í jafnvægi. Alþekkt eru ákveðin vítamín sem má gúgla. Manuka-hunang og Ceylon-kanill er líka talið allra meina bót. Hvítlaukurinn og eplaedikið. Blóðhreinsidropar: Ólífulauf og Sólhattur. Hvað hómópatíuna varðar er fræðsla … Halda áfram að lesa: Hómópatía gegn inflúensu
Eiturefni
Í ÁRATUGI i höfum við “heildrænir meðferðaraðilar” fjallað um eiturefnanotkun í landbúnaði, í mat og drykk, fatnaði, rafmengun, húsasótt, myglueitrun, þungamálma o.fl. og áhrif þessa á hormónakerfið og líkamskerfið almennt en oft fyrir daufum eyrum. Það er því fagnaðarefni að þegar læknar sýna þessum málefnum áhuga og jafnvel sérhæfa sig í þeim að augu og … Halda áfram að lesa: Eiturefni
Þreyta eftir vírussýkingu
Það kemur fyrir að sú þreyta er fylgir í kjölfar veirusýkingar standi yfir í nokkrar vikur og jafnvel mánuði. Er það gerist verður sjúkdómsgreiningin jafnan erfiðari. Mælt er með að fólk fari í allsherjar blóðrannsókn. Í flestum tilfellum koma þau vel út og er þá hægt að gera greiningu á PVFS. Batahorfur á þessum sjúkleika … Halda áfram að lesa: Þreyta eftir vírussýkingu
Vorhreingerning – undirbúningur
Almennir afeitrunarkúrar – grunnreglur: Vorið er hreinsunartíminn skv. Kínversku fræðunum. Sumir byrja í febrúar, aðrir eitthvað seinna en það er mikilvægt að koma vel undan vetri og hreinsa líkamann af fitu, söltum og gallsýru. a) Taktu mið af heilsufari þínu og orku. b) Hægðalosun VERÐUR að vera í lagi, minnst 1x á dag. c) Farðu … Halda áfram að lesa: Vorhreingerning – undirbúningur
Lífsveiflutækni
Það er mikil þörf fyrir fljótvirka og áhrifaríka aðferð til að koma jafnvægi á efnislega og andlega þætti lífsins. Fólk er upp til hópa að vakna til meðvitundar og sækir í andlegar lausnir til að takast á við aðstæður hversdagsins s.s. streitu, sambönd, velgengni, mistök og síðast en ekki síst heilsuna. Við þurfum að læra … Halda áfram að lesa: Lífsveiflutækni
Sex er tala ársins 2022
Nýja árið gefur okkur öllum töluna sex. Talan tveir kemur þrisvar sinnum fyrir og stendur fyrir samvinnu, málamiðlun, trú og trausti. Treystum því að innri vitneskja leiði til réttra ákvarðana. Ef við lærum að opna á innri kraft okkar verðum við undrandi á því hversu einfalt lífið getur orðið. Til þess að geta gengið í … Halda áfram að lesa: Sex er tala ársins 2022
Tungumál líkamans II – Útlit hægða
Heilbrigðar hægðir: eru sívalnings/hólklaga ljósbrúnar, mjúkar og sökkva hægt í vatninu. Sýrustig þeirra er á bilinu 6,6 til 7,6. Kringlóttar og kögglaðar: benda til krampa eða mikillar vatnsþurrðar. Hægðir með litlu vatnsinnihaldi ferðast hægar um og sjúga þarafleiðandi meira í sig af eiturefnum. (Hægðir eru venjulega 70-75% vatn). Kringlóttar kúlur: Ef hægðir eru dökkar eins … Halda áfram að lesa: Tungumál líkamans II – Útlit hægða
Jóla- og áramótakveðja
Skjólstæðingum okkar til sjávar og sveita sendum við hugheilar óskir um gleði og frið á jólum; góða heilsu, farsæld og frelsi á nýju ári. Þökkum samveruna á árinu. - LIFIÐ HEIL -Fjóla Malen og Jóna Ágústa
Gæludýrin á gamlárs
Á þessum árstíma þegar flugeldaskot og sprengingar færast í aukana verða dýrin óróleg og mörg þeirra upplifa angist, kvíða og ofsahræðslu. Hvað getum við gert til þess að lágmarka það? Mikilvægt er að dýrin séu í öruggu umhverfi, að talað sé rólega og glaðlega við þau, sannfæra þau um að allt sé í lagi. Hafa … Halda áfram að lesa: Gæludýrin á gamlárs
You must be logged in to post a comment.