Orsaka-nálgun

Mikilvægast er að finna rót vandans en það er oft enginn hægðarleikur. En verum bara róleg, stundum byrjum við bara á yfirborðinu og við tökum topplagið og færum okkur niður og testum aftur og fleiri og fleiri truflanir fara í burtu og á þriðja stigi erum við að sjá hina sönnu orsök, þetta er leynilögguvinna. Skjólstæðingur með mígren tekur lyf sem léttir á einkennum í nokkra daga en koma svo aftur. Læknirinn horfir á einkennin en síður og jafnvel ekki á orsakir, þeir hafa ekki nema 15 mínútur á mann til að skilja hvert vandamálið er. Hver gæti verið hugsanleg orsök?: Rafbylgjur, sýrubasi, þarmaflóru-ójafnvægi, sníkjudýr, þungamálmar, bakteríur, vírusar, sveppasýkingar, áföll, sálrænn vandi o.fl. Sé ónæmiskerfið undir álagi er lítið að gerast og enn erfiðara að finna út hver orsökin er því þær geta verið svo margar og tengjast. Þegar ég geri prófun á orsökum og ekkert gerist þarf að fara dýpra og spyrja: Hvar sefurðu? Láta sérfræðing kanna aðstæður. Hann fór fyrir mörgum árum heim til skjólstæðings sem var með hvítblæði, og þar voru þá fá raftæki en hann skoðaði svefnstað hans. Hvað er undir rúminu og hvað uppi? Hann svaf yfir rafmagnsboxinu svo gerðar voru breytingar sem höfðu áhrif á fjölmargt í hans lífi. (Höf. Jóna Ágústa).

Færðu inn athugasemd