Jóna Ágústa

lífsveiflutæknir og hómópati

Ég hef verið viðloðandi orkumeðferðir í þrjá áratugi, er heilluð af þeim og í símenntun hvað þann málaflokk varðar. Hef upplifað á eigin skinni viðkvæmni fyrir rafmengun og myglu, tekist á við sjálfsónæmissjúkdóm með beitingu orkumeðferða. Ég hef alið upp tvö börn, misst tvö í móðurkviði, verið viðstödd fæðingar tveggja barnabarna og fagnað átta barnabörnum til lífsins. Ég gekk gönguna með eiginmanni mínum í hans erfiðu veikindum í áratug en hann lést um mitt ár 2019. Hann var minn besti vinur og helsti stuðningsmaður í lífinu; vann ötullega að því að ég flyttist til London og settist þar á skólabekk til að nema hómópatíu. Það er ekki síst hans vegna sem ég fæ nú byr undir vængina til að halda þessu áfram, vera til og njóta LÍF-sveiflunnar!

Náms- og ferilsskrá

Þjónusta