Hómópatía er öllum holl

bernhard-hirschelHomöópaþían getur ekki gengið úr gildi, af því hún er sannleikur, af því hún hefir á hendi sögulegt ætlunarverk og af því hún hefir innri hæfileika til framfara

– Bernhard Hirchel-Homöópaþisk lækningabók.

Hómópatía er heildræn einstaklingsmeðferð, byggð á grundvallarlögmálinu að líkt læknar líkt.

Hómópatían styður við sjálfsheilun líkamans og þegar eitthvað bjátar á lífskraftinn hjálpar hún honum til þess að ná jafnvægi á nýjan leik.

Þar sem við bregðumst við áreiti hvert með sínum hætti er meðferðin mismunandi eftir einstaklingum.

Hómópatían er holl af því að hún virkar bara eins og við á og hefur engar aukaverkanir.

Rætur orðsins hómópatía liggja í grísku orðunum “homæos,” sem merkir líkur og “pathos,”; þjáning. Meiningin er að beita gegn veikindum efnum sem valda sömu einkennum og veikindin sjálf. Menn vilja eigna þessa hugsun gríska lækninum og heimspekingnum Hippocrates, en margir telja hana enn eldri og rekja rætur hennar til Afríku, eins og svo margra hugmynda, sem bárust yfir Miðjarðarhafið; frá Egyptalandi.
Nær okkur í tíma er svissneski heilarinn og heimspekingurinn Paracelsus, sem uppi var á 16. öld og hélt fram hugmyndum hómópatíunnar, en nafnbótin faðir hómópatíunnar er nú almennt tengd þýska lækninum Samuel Hahnemann (1755-1843). Ein frægasta saga hómópatíunnar segir frá því hvernig Hanemann prófaði kínín á sjálfum sér, fékk öll einkenni malaríu og komst þannig að því að kínín væri rétta efnið gegn malaríu. Þessar prófanir Hahnemanns leiddu til remedíunnar China officinalis.

Fyrsti íslenski hómópatinn var séra Magnús Jónsson á Grenjaðaðastað, sem byrjaði að beita smáskammtalækningum, eins og hómópatían heitir upp á íslensku, um 1850. Smáskammtalækningar urðu vinsælar hjá almenningi og smáskammtalæknar vel liðnir og hefur þar vafalaust ráðið hvoru tveggja, að smáskammtalækningar eru mild meðferð og margir þeirra sem ruddu þeim braut á Íslandi voru vel metnir menntamenn; margir klerkar þeirra á meðal. 1882 kom út fyrsta handbókin í smáskammtalækningum á íslensku (Homöópaþisk lækningabók eftir Bernhard Hirchel í þýðingu Magnúsar Jónssonar og Jóns Austmann – Akureyri 1882) og um líkt leyti fjallaði Alþingi um formleg starfsleyfi fyrir skáskammtalækna og samþykkti, en konungur synjaði lögunum staðfestingar. Smáskammtalæknar störfuðu að mestu óáreittir, en kringum aldamótin 1900 fjölgaði læknisembættum í landinu og þrengdi sú þróun að smáskammtalækningunum, sem héldu samt svo vel velli meðal fólks, að í læknalögunum 1911 var smáskammtalæknum heimilað að starfa áfram.

Þegar leið á tuttugustu öldina fjaraði undan smáskammtalækningunum og með nýjum læknalögum 1932 má segja að þeim hafi í orði verið úthýst á Íslandi, en á borði voru smáskammtalæknar látnir afskiptalausir meðan ekkert bar út af í starfsemi þeirra. Nú fer vegur smáskammtalækninga aftur vaxandi á Íslandi og 2. maí 2005 samþykkti Alþingi lög um græðara, sem taka m.a. til smáskammtalækna og þjónustu þeirra. Nám í hómópatíu hefur verið í Reykjavík síðan …. í boði bresks hómópatíuskóla. Organon, fagfélag hómópata á Íslandi, hefur starfað síðan 1998.

Þegar sjúklingur leitar til hómópata hefst meðferðin á viðtali, þar sem sjúkrasaga viðkomandi er rakin; andleg, líkamleg og tilfinningaleg og einnig er litið til fjölskyldusögu hans. Skipta þá öll einkenni meginmáli, því hómópatinn lítur ekki aðeins til þess kvilla sem hrjáir sjúklinginn, heldur skoðar hann mál hans frá öllum hliðum og veltir fyrir sér heildarmyndinni til þess að finna réttu meðferðina fyrir hvern og einn.

Til þess að sigrast á vanlíðan sjúklingsins gefur hómópatinn remedíur; ýmist í töflu- eða vökvaformi. Remedíur eru til í mörgum styrkleikum. Þær eru gerðar úr alls kyns efnum; úr dýra-, jurta- og steinaríkinu, sem eru þynnt og hrist þannig að engin hætta er á ofskömmtun eða aukaverkunum, þegar rétt er gefið. Þannig búin virkar remedían sem hvati og er þá talað um tíðni hennar. Hún svarar til tíðni veikleikans, sem við er að eiga, eyðir honum og breytir þannig tíðni líkamans aftur til betri vegar.

Remedíur á að geyma á svölum, þurrum stað, þar sem þær eru hvorki í birtu né sterkri lykt. Halda skal þeim frá öllum raftækjum, þar sem þau geta truflað tíðni remedíunnar, og er sérstaklega bent á farsíma í þessum efnum. Forðast skal að handleika remedíur, heldur er best að hella þeim í lok remedíuglassins og skutla þeim þaðan upp í munninn. Remedíur á að sjúga en ekki gleypa. Ráðlegt er að neyta einskis né bursta tennur í 5-10 mínútur fyrir og eftir að remedía er tekin.

Remedíurnar virka þannig, að þær færa einkennin upp á yfirborðið, fyrst þau sem dýpst liggja, sem oft eru af andlegum og tilfinningalegum toga, og síðan önnur koll af kolli uns jafnvægi er komið á lífskraft sjúklingsins. Algengt er að sjúklingar tali um að þeim versni áður en þeim batnar og eru það þá gömul einkenni, sem remedían rekur upp á yfirborðið áður en hún eyðir þeim. En eins og smáskammta-lækningar eru einstaklingsbundin meðferð frá hendi hómópatans upplifir sérhver sjúklingur hana á sinn sérstaka hátt.

Hómópatían er öllum holl; ungum og öldnum, konum og körlum. Hún á oftast við og remedíur geta stutt við önnur meðferðarform, eins og til dæmis tæknilækningar, með því að hjálpa fólki að undirbúa sig fyrir aðgerð og flýta fyrir bata að henni afstaðinni.

Hómópatían er líka handhæg, þegar grípa þarf til skyndihjálpar í neyðartilvikum. Þá ráða einkennin remedíuvalinu fyrst og fremst.

Fólk ætti jafnan að hafa við hendina sérstakan skyndihjálparkassa með remedíum af styrkleika 30 c. Mælt er með því að í slíkum kassa séu að minnsta kosti þessar remedíur; Aconite, Apis, Arnica, Arsenicum, Belladonna, Bryonia, Cantharis, Chamomilla, Gelsemium, Hepar, Hypericum, Kali bic, Ledum, Mercury, Nat.mur, Pulsatilla, Rhus tox og Ruta.

 • Aconite er fyrsta áfallahjálp.
  Apis er gegn bitum og blöðrum.
  Arnica er gegn höggi og mari og gjarnan gefin strax á eftir Aconite.
  Arsenicum er gegn magasýkingum, þ.á m. matareitrun.
  Belladonna er gegn hita (sólsting).
  Bryonia er gegn hósta.
  Cantharis er gegn skordýrabiti og bruna, þ.m.t. blöðrubólga.
  Chamomilla er gegn tannpínu og magakveisu ungbarna.
  Gelsemium er gegn flensu.
  Hepar er gegn hálsbólgu.
  Hypericum er gegn sköddun á taugaríkum svæðum, eins og fingri, tá og hrygg.
  Kali bic er gegn kvefi sem stíflar ennis- og nefholur.
  Ledum er gegn stungusárum, þ.m.t. eftir flugu og nagla.
  Mercury er gegn kirtlabólgu.
  Nat.mur er gegn frunsum.
  Pulsatilla er gegn kvefi og eyrnabólgu.
  Rhus tox er gegn frunsum (með Nat. Mur) og meiðslum á sinum og minni liðum.
  Ruta er gegn álagi og meiðslum á vefi, liðböndum, brjóski og beinhimnu.

Þessi upptalning er mikil einföldun, enda ætluð fólki að grípa til í viðlögum. Um alla frekari remedíunotkun er ráðlegt að eiga við menntaðan hómópata.

Ein remedía á sér íslenskan uppruna, sem nafnið bendir til; Hecla Lava, í daglegu tali Hecla. Það var Garth Wilkinson sem uppgötvaði í Íslandsferð, að efni í gosösku frá Heklu eru gagnleg gegn beináverkum. Hann veitti því athygli að kindur í nágrenni eldfjallsins höfðu sérstaka beinhnúða á kjálkum og rannsóknir og krufningar leiddu í ljós að askan úr Heklu var orsökin. Samkvæmt grundvallarlögmáli hómópatíunnar að líkt læknar líkt var þróuð remedía úr Hekluöskunni, sem nú er beitt gegn ýmsum beináverkum og sjúkdómum. ( og FRJÓ settu þessa grein saman).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s