Hómópatía – fortíð eða framtíð

Á dögunum mátti lesa fréttir af því að aðstandendur brezka læknatímaritsins Lancet teldu remedíur einskis nýtar og hómópatíuna þar með dottna upp fyrir. Þetta er auðvitað vindhögg eins og eftirfarandi grein Söru Eames ber með sér, en greinin birtist í Health and Homeopathy. Við hómópatar getum því heilshugar tekið okkur í munn orð Mark Twain … Halda áfram að lesa: Hómópatía – fortíð eða framtíð

Hómópatía heimilanna

eftir Jónu Ágústu hómópata - Copyright © 2022  – Öll réttindi áskilin© Hómópatía er ekki vísindalega viðurkennt meðferðarform heldur fellur undir „viðbótarmeðferðir“. Hómópati er ekki læknir, hann hvorki greinir né læknar sjúkdóma. Fræðslu þessari er ekki ætlað að koma í veg fyrir að fólk notfæri sér hefðbundna læknisþjónustu og lyfjameðferð heldur að veita innsýn í … Halda áfram að lesa: Hómópatía heimilanna

Rót vandans – orsakakeðja?

Alveg sama hvert meinið er þá leitar hómópatinn eftir því hvað var að gerast í lífi þínu nokkru áður en það kom fram. Einn bað um aðstoð vegna skyndilegrar kvefpestar sem leiddi ofan í lungu, var þungt um andardrátt og hváði þegar spurt var hvað hefði gerst í hans lífi vikunni áður? „Já reyndar þá … Halda áfram að lesa: Rót vandans – orsakakeðja?

Flensu-kvef-remedíur

DÆMI UM REMEDÍUVAL GEGN KVEFI Aconite er góð hafi kvefið komið skyndilega með rosalegum hnerra og hósta. Augun geta verið rauð, andlitið líka og munnurinn þurr. Hiti gæti verið sem byrjaði með köldum svita, skjálfta og þorsta. Tilfinningalega er ótti til staðar. Ótti og kvíði sem er alvarlegri en flensan eða að bati verður ekki. Baptisia … Halda áfram að lesa: Flensu-kvef-remedíur

Remedíur gegn hósta

Hómópatísk inntaka á remedíum vefst fyrir mörgum því aðferðafræðin er svo ólík þeirri sem við eigum að venjast. Ef við veikjumst, fáum sýkingu þá fer af stað ákveðið ferli. Oft með svipuðum byrjunareinkennum sem kallar á remedíuna Aconite og við þá inntöku breytast einkenni, fara á næsta stig. Þá er spurt: er hóstinn þurr eða … Halda áfram að lesa: Remedíur gegn hósta

Aconite napellus – örkynning

Er mest notuð sem fyrsta remedía í atburðum sem gerast skyndilega og sérstaklega ef þeim fylgir panik, skelfing, dauðaótti, eirðarleysi. Aconite er eins og stormur, sem gengur skyndilega yfir. Litla barnið leikur sér úti í góða veðrinu en allt í einu lækkar hitastigið, barnið er önnum kafið við að leika sér, tekur ekki eftir að … Halda áfram að lesa: Aconite napellus – örkynning

Blómadropar Bachs

Edward Bach (1886-1936) var breskur læknir og hómópati, vel þekktur á sviði ónæmis- og bakteríufræða. Þrátt fyrir sigra hans á sviði læknisfræðinnar var hann ekki ánægður, hann sagði alltaf að það væri samband á milli andlegs ástands og líkamlegra veikinda. Hann sagði ávallt: „Meðhöndlið manneskjuna, ekki sjúkdóminn.“ Einkennin, sem brutust út í líkamanum, sagði hann … Halda áfram að lesa: Blómadropar Bachs

Flensan mætt

HÓMÓPATÍAN á svar við henni sem öðrum kvillum svo það er tímabært að hefja inntökur til að styrkja sig gegn henni. Það á við þegar flensan er komin til landsins. Inntaka breytist svo þegar flensan er komin á vinnustaðinn og heimilið. Inntaka breytist enn aftur þegar þú finnur fyrir einkennum. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Svarið … Halda áfram að lesa: Flensan mætt

Síðsumarskvef

Sumarkvef – vetrarkvef – er einhver munur á þessu tvennu og ef svo er hver er hann? Já það er munur á þessu og þótt um lík einkenni sé að ræða geta orsakir verið ólíkar. Corona vírusar eru virkari á veturna og snemma á vorin og ráðast gjarnan á öndunarfærin. Rhino vírusar hinsvegar eru virkari … Halda áfram að lesa: Síðsumarskvef

Eldgosa-áhrif

Fólk hefur haft samband undanfarið vegna óþægilegra áhrifa eldgossins aðallega á öndunarfærin. Það kvartar undan óþægindum í öndunarfærum s.s. sviða og hósta og einnig sviða í augum og húð, þrýstingi í eyrum og höfuðverk. Talið er að um svipuð efni sé að ræða í andrúmsloftinu og síðast en þó talið að gasmengun sé ívið meiri … Halda áfram að lesa: Eldgosa-áhrif