Gleðilega lífsveiflu

Kæru skjólstæðingar – TAKK fyrir frábært lífsveiflu-ÁR 2023 og allt sem þið hafið kennt mér! Ég sé æ betur hversu djúpstæð áhrif áföll hafa á heilsufar okkar, ekki síst bernskuáföllin og þau sem koma frá forfeðrunum. Og áhrifamáttur lífsveiflu-meðferða er augljós í bataferlinu. Lífsveiflu-fræðin gefa tilfinningum mikið vægi. Því er gaman að segja frá því að nú hefur Qest4 greiningar-tæknin bætt inn í kerfið “Emotion Code” Hjartavegginn; sem tekur einmitt sérstaklega á því að finna og uppræta erfiðar tilfinningar sem eru fastar í líkamanum og mynda farveg fyrir sjúkdóma sé ekkert að gert.

Ég hlakka því ekki lítið til að vinna með ykkur á nýja árinu 2024 – en það gefur skv. Talnaspekinni töluna átta. Hvað þýðir það? Að þú ætlir að segja JÁ TAKK því þér stendur til boða útvíkkun á svo mörgum sviðum: útvíkkun sjálfsins og ekki vera feimin/n við það; fjárhagur vænkast, styrkur eykst á svo margan hátt ef þú ert opin/n fyrir nýjum hugmyndum og tækifærum sem bjóðast. Talan átta er líka jafnvægi, yin, yang, óendanleiki, þrautseigja, metnaður, leiðtogahlutverk. Þú færð orku til að byggja upp og skapa. Rífa niður hindranir með viljastyrk. Þetta er ár framkvæmda. Árið sem er að líða var sjöa sem snerist um sjálfsskoðun og forvitni sem þú uppskerð nú á áttunda árinu. Færð hugrekki til að skipta út óheilbrigðri hegðun og vana fyrir aðra heilbrigðari s.s. sjálfsást og sjálfsvirðingu.

Hugsaðu daglega um töluna átta því hún eykur þér kraft og áræði. Það er mikil sveifla í henni sem tengist flæði og orku sem er undirstaða þess að þú náir að láta drauma þína rætast.

Margir nýttu sér þrennutilboð í Rayonex streitulosun fyrir jólin og verður því í boði áfram. Eins voru margir þakklátir fyrir að geta valið sínar “uppáhalds”remedíur til að hafa við hendina en slíkt er eingöngu í boði fyrir trygga skjólstæðinga LA VITA.

Starfsemin hefst miðvikudaginn 3.1.2024 – Verið hjartanlega velkomin!!!

Færðu inn athugasemd